Ekkert gert til að örva atvinnulífið

Atvinnuleysi í nóvember var skráð 8% og hafði fjölgað á atvinnuleysisskrá um 675 manns í mánuðinum, eða um 5,3%. 

Vinnumálastofnun spáir, að atvinnuleysi geti farið upp í allt að 8,6% í desember og yrðu þá um 14.400 manns atvinnulaus í jólamánuðinum, þ.e. rúmlega 1.000 fleiri, en í nóvember.

Þetta kemur m.a. fram í skýrslu Vinnumálastofnunar:  "Yfirleitt versnar atvinnuástandið frá nóvember til desember. Þróun síðustu vikna bendir til að svo verði einnig raunin í ár, en erfitt er að áætla atvinnuleysi um þessar mundir vegna mikillar óvissu í efnahagslífinu. Vinnumálastofnun áætlar að atvinnuleysið í desember 2009 aukist og verði á bilinu 8,1%-8,6%. Í fyrra var atvinnuleysið 4,8% í desember."

Fram að þessu hefur ríkisstjórnarnefnan ekkert lagt af mörkum til að blása nýju lífi í atvinnuvegina, heldur þvert á móti þvælst fyrir, eins og hún hefur getað, þeim fáu iðnaðarkostum, sem í boði hafa verið.  Með áframhaldi þessarar framkomu gagnvart atvinnulífinu, mun atvinnuleysið aukast til muna á næsta ári.

Þá mun ríkisstjórnarnefnan ekki hafa önnur ráð, en þau sem hún tileinkar sér núna.

Það er að skattpína atvinnulífið og almenning ennþá meira og alveg þar til öll mjólk verður úr kúnni og hún dauð.


mbl.is Atvinnuleysi 8% í nóvember
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Ýmsar aðgerðir ríkisstjórnarinnar þar með talið fjölmargt í skattalagatillögum hennar sem fram koma allt of seint og eru auk þess í fjölmörgum liðum mjög illa undirbúnar skapa þær aðstæður að hér verður um að ræða ennþá meira atvinnuleysi.

Fáránlegar hugmyndir félagsmálaráðherra um að skikka sjálfstætt starfandi einstaklinga sem rétt eiga á bótum vegna verulegra skerðingar á starfsemi, til þess að leggja endanlega niður starfsemina eftir 2-3 mánuði á skrá og koma eftir það inn sem "launamaður" á atvinnuleysisskrá eða öðrum kosti að "éta það sem úti frýs" skapar ennþá meira atvinnuleysi og það vandamál að inn á skrá kemur hópur sem ekki á afturkvæmt þaðan með góðu móti þegar búið er að kippa fótunum undan því að geta hafið sjálfstæða starfsemi að nýju.  Á sama tíma á þessi hópur að taka á sig fulla hækkun tryggingargjalds.

Það er allt á sömu bókina hjá þessari ríkisstjórn að allsstaðar sem hún getur þá veldur hún meira tjóni en gagni.   Ekki verður um hreina tekjuaukningu að ræða sama hvað skattar og önnur aukagjöld ríkissjóðs eru hækkuð að nafnvirði eða í prósentum.  Með minnkandi neyslu, auknu atvinnuleysi, of miklum niðurskurði opinberra framkvæmda, auknum álögum á fyrirtæki, auknum gjaldþrotum fyrirtækja, karpi um umhverfismál og ósamstöðu flokkana í stóriðjumálum og orkuöflun, verður afleyðingin sú að sífellt kemur minna í kassann og á móti aukast kröfur um útgjöld í heilbrigðis, félags og velferðarmálum.

Jón Óskarsson, 10.12.2009 kl. 14:23

2 Smámynd: Ragnar Gunnlaugsson

Óvissan og stefnuleysið skapar meira atvinnuleysi. Yfir vofandi aðild í E.S.B skapar enn meiri vantrú nema þá kannski fyrir þá sem koma til með að fletta pappírum í þess þágu.

Ragnar Gunnlaugsson, 10.12.2009 kl. 15:41

3 Smámynd: Jón Óskarsson

Algjörlega sammála þér Ragnar

Jón Óskarsson, 10.12.2009 kl. 16:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband