Baugsfréttir

DV birtir hverja "stórfréttina" af annarri af hinum ýmsu mönnum, sem blaðið ásakar um brask og skiptir þá engu, hvort viðkomandi tóku þátt í braskinu, eða ekki.

Fyrir nokkrum dögum birti blaðið stórfrétt um "peningaþvott" Jóns Geralds Sullenbergs, sem átti að hafa átt sér stað fyrir nokkrum árum síðan.  Um var að ræða, að Jón Gerald, var milligöngumaður um að bjóða banka að kaupa skuldabréf af erlendum aðila, en ekkert varð af viðskiptunum.  Vandséð er hvernig þetta getur flokkast undir "peningaþvott", ekki síst þar sem engin viðskipti áttu sér stað.

Nú slær DV upp "risafrétt" af braski Bjarna Benediktssonar í Macao og lætur blaðið sig litlu skipta, þá Bjarni hafi hvergi nærri viðskiptunum komið.  Tilgangurinn helgar meðalið í þessu máli, sem flestum öðrum hjá því blaði.

Guðmundur Ólason, fyrrv. forstjóri Milstone, sem í raun stóð í þessum Macao viðskiptum, aftekur með öllu, að Bjarni hafi tekið þátt í þessum viðskiptum og segir m.a. í fréttinni:  " „Bjarni er stjórnarformaður BNT, sem á ekki beinan eignarhlut í Földungi, sem gerir ekki beina fjárfestingu í Makaó, heldur leggur Sjóvá það inn til tryggingar á annarri fjármögnun. Það er því orðið býsna langsótt að tengja nafn Bjarna við þetta brask,“ segir Guðmundur. Aðspurður segir hann að Bjarni hafi ekki getað haft nein áhrif á ákvörðunina um kaupin á Makaó-félaginu."

Viðskipti útrásargarkanna voru mörg og flókin á brask- og bruðltímabilinu og ætti að vera af nógu að taka fyrir DV, til að búa til æsifréttir, þó ekki sé róið á þau mið, að vera sífellt að slá upp ekkifréttum af einstaklingum, sem ekki komu nálægt málunum.

Baugsmiðlarnir keppast við, að semja fréttir, sem hugsanlega gætu komið höggi á andstæðinga ríkisstjórnarnefnunnar og ætti fólk að meðtaka þá fjölmiðla með þetta í huga.

Baugsmenn hafa aldrei hikað við að berja andstæðinga sína niður með öllum tiltækum ráðum og síðasta dæmið um það, er auglýsingabann Baugsara á Moggann, í tilraun þeirra til að gera blaðinu allt til miska á erfiðum tímum.


mbl.is Kveðst ekki hafa braskað neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Þarna var mjög ómaklega og að mjög svo óathuguðu máli ráðist að Bjarna.   Af nógu er að taka fyrir fjölmiðla til að fjalla um og réttast að tengja málin saman þegar um beina aðkomu manna hefur verið að ræða í krafti starfa, stjórnunar og eignarhalds.  Út á atvinnustarfsemi tengda Bjarna er helst hægt að setja varðandi það hversu geyst N1 fór í að kaupa upp fyrirtæki og sameina við reksturinn.  Það fyrirtæki er þó starfandi og veitir fjölda manns atvinnu.

Vandamálið með fjölmiðla landsins þessa dagana er að mjög litlu er hægt að treysta því áherslumunur frétta er það mikill og fréttaflutningur af sama máli það ólíkur (mbl, visir, ruv, pressan, stöð2) að það er eins og ekki sé verið að fjalla um sama málið.  Pétur Blöndal alþingismaður benti á þetta í morgunþætti Bylgjunnar í vikunni.

Jón Óskarsson, 10.12.2009 kl. 14:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband