Eins hægt að skora á vindinn

Um 70% svarenda í skoðanakönnun, sem MMR gerði fyrir Viðskiptablaðið vilja að forsetinn neiti staðfestingar á lögum um ríkisábyrgð á Icesave skuldum Landsbankans.  Þetta ætti að sýna bæði ríkisstjórninni og forsetanum, að þjóðin er tilbúin til þess að taka slaginn gegn þeirri ánauð, sem ESB, Bretar og Hollendingar vilja leggja á hana a.m.k. næstu tvo áratugina.

Forsetinn neitaði að staðfesta fjölmiðlalögin árið 2004 með þeim rökum að gjá hefði myndast milli þings og þjóðar og sleppti meira að segja konungsbrúðkaupi, til þess að vera algerlega viss um að vera á landinu við afgreiðslu þess máls á Alþingi.  Eins og allir vita sleppir Ólafur Ragnar ekki góðri veislu í útlöndum, nem mikið liggi við.  Reyndar er ekki vitað til þess að hann hafi hundsað nokkra aðra veislu, hvorki innanlands eða utan.

Við undirritun laganna um ríkisábyrgðina í ágúst s.l. vísaði hann með sérstakri áritun til fyrirvaranna, sem Alþingi gerði við ábyrgðina og lét líta svo út, að hann staðfesti lögin eingöngu þeirra vegna.

Nú, þegar ríkisstjórnarnefnan hefur látið Breta og Hollendinga neyða sig til að falla aftur frá nánast öllum fyrirvörunum, er Ólafur Ragnar kominn í veruleg vandræði með að finna afsökun til að staðfesta nýju þrælalögin og engum skal detta í hug, að hann myndi nokkurn tíma neita að staðfesta lög frá vinum sínum í ríkisstjórnarnefnunni, frekar en honum datt í hug, að svíkja vin sinn Jón Ásgeir vegna fjðlmiðlalaganna.

Nú liggur Ólafur Ragnar væntanlega á bæn og biður þess að honum verði boðið í gott partý í útlöndum á heppilegum tíma.


mbl.is Meirihluti vill kjósa um Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband