ESB frestar afgreiðlu vegna Icesave

Milill hraði var á stjórnkerfinu við að semja svör við 2500 spurningum ESB vegna umsóknar Íslands að bandalaginu.  Össur Skarphéðinsson, uppistandari, lagði mikla áherslu á þennan hraða og unnu opinberar stofnanir daga og nætur til að hægt væri að skila svörunum í tíma og reyndar var þeim skilað einhverjum vikum fyrr, en áætlanir gerðu ráð fyrir.

Mest lá á þessu, að sögn uppistandarans, vegna þess að Svíar gengna formennsku í framkvæmdastjórn ESB til næstu áramóta og lagði grínarinn mikla áherslu á að "vores nordiske venner" myndu koma umsókninni í "ferli" áður en þeir létu af formennskunni.

Þrátt fyrir gífurlegan fjáraustur í vinnuna við svörin, hefur ESB nú frestað því að taka umsóknina fyrir, fram í mars.  Allir sjá í gegnum skýringarnar, sem gefnar hafa verið á frestuninni, en raunveruleg ástæða fyrir henni er, að Alþingi er ekki búiða að samþykkja þrælalögin vegna skulda Landsbankans.

Til að reyna að breiða yfir raunverulega ástæðu, er umsókn Makedóníu frestað líka, en þeirra umsókn er miklu eldri en umsókn Íslands og höfðu Makedónuímenn reiknað með að þeirra umsókn yrði afgreidd eigi síðar en nú í desember.

Óhætt er að fullyrða, að Makedóníumenn kunna ekki að meta húmor uppistandara íslensku ríkisstjórnarnefnunnar.


mbl.is Ákvörðunar að vænta í mars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband