Óvissa um 54 opinber störf?

Víkurfréttir hafa miklar áhyggjur af óvissu um 54 starfsmenn Varnarmálastofnunar, þegar hún verður lögð niður á næsta ári.

Ennþá meiri óvissa ríkir um þá 15.000, sem nú eru atvinnulausir og ekkert útlit er fyrir að fái störf á næstu árum, vegna stefnu ríkisstjórnarnefnunnar í atvinnumálum.

Utanríkisráðuneytið hefur sent út tilkynningu um þetta mál og þar kemur þetta fram:  "Samkvæmt tilkynningunni á að skipa starfshóp fimm ráðuneyta til að undirbúa það að leggja stofnunina niður og flytja verkefni hennar til annarra borgaralegra stofnana. "

Samkvæmt þessu leggst stofnunin niður, en störfin flytjast til "annarra borgaralegra stofnana" og ef að líkum lætur, verður vinnunni ekki bætt á þá starfsmenn "annarra borgaralegra stofnana", sem fyrir eru, þannig að mestar líkur eru á, að flestir starfsmenn Varnarmálastofnunar muni halda störfum sínum, þó þau færist til "annarra borgaralegra stofnana".

Áfram mun hins vegar ríkja óvissa um framtíð þeirra, sem nú eru atvinnulausir.

Fara til baka Til baka


mbl.is Óvissa um 54 störf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband