Undarleg hagræðing

Stjórn Landspítalans hefur kynnt sparnaðaráform, sem m.a. felast í því að fækka legurúmum á lyflækningadeild spítalans, og þar á meðal á að fækka leguplássum á hjartadeild.

Það undarlega við þessi sparnaðaráform kemur fram í þessari setningu í kynnigu spítalans á sparnaðaraðgerðunum:  „Ljóst er að innlögnum fækkar á þessum deildum og aðrar legudeildir lyflækningasviðs munu þurfa að taka meira til sín af innlagnarsjúklingum en áður."

Það verður að teljast vægast sagt undarlegur sparnaður, að loka sjúkrarúmum á einni deild, en fjölga þeim á öðrum, innan lyflækningasviðs spítalans.

Eitthvað hlýtur að þurfa að útskýra svona sparnað betur.


mbl.is Legurúmum fækkað á Landspítala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband