Staðföst stjórnarandstaða

Stjórnarandstaðan á Alþingi stendur ennþá vörð um hagsmuni þjóðarinnar vegna samnings ríkisstjórnarnefnunnar við þrælahöfðingjana bresku og hollensku, um að fella niður fyrirvarana sem Alþingi setti fyrr í haust, við Svavarssamninginn um skuldir Landsbankans.

Í gær sveiflaði forseti þingsins svipu þrælahöfðingjanna yfir höfðum þingheims, með þeim orðum að þingmönnum yrði ekki hleypt út úr Alþingishúsinu, fyrr en þeir létu af baráttunni fyrir hagsmunum þjóðarinnar og hættu að andæfa þrælahelsinu.

Eins og spáð var í gær, hitti þrælasvipan þingforsetann sjálfan fyrir, svo hann gafst upp vegna þess að svipuhöggin ýfðu upp sárindin á eigin bakhluta.

Stjórnarandstaðan á heiður skilinn, fyrir vaktstöðu sína til varnar þjóðarhagsmunum.


mbl.is Fundi frestað á sjötta tímanum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband