Klámhögg

Nú berast fréttir af því  að norsk mamma á sjötugsaldri hafi fengið í hausinn ábyrgð, sem hún skrifaði upp á fyrir son sinn vegna viðskipta hans við Glitni í Noregi, en hann keypti af bankanum hlut í sænsku klámfyrirtæki.

Þetta tap kemur í sjálfu sér ekki á óvart, því öll viðskipti Glitnis, sem og annarra íslenskra banka voru eintóm klámhögg, sem valdið hafa ótölulegum fjölda aðila stórtapi.

Ekki er hægt að sjá, að ein einustu viðskipti íslenskra banka- og útrásargarka hafi skilað hagnaði, heldur þvert á móti, virðast öll fyrirtæki, sem þeir komu nálægt vera gjaldþrota, eða a.m.k. verulega illa stödd.

Sennilega er það afrek út af fyrir sig, að geta ekki einu sinni grætt á klámbransanum, sem hefur gert marga ríka í gegnum tíðina.

Þær eru margar mömmurnar, sem þurfa að líða fyrir þessa misheppnuðu klámkónga.


mbl.is Þarf að greiða milljónatap sonar síns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Klámkóngarnir sem stjórna/stjórnuðu Glitni, ert óttalegir hálfvitar og hafa ekkert vit á peningum, fjármálamarkaði eða bankarekstri.

Guðmundur Pétursson, 3.12.2009 kl. 05:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband