1.12.2009 | 10:34
Seinfær ríkisstjórnarnefna
Í dag er 1. desember og engir þingfundir verða haldnir í dag. Líklega eru þingmenn að halda fullveldisdaginn hátíðlegan, jafnvel þeir þingmenn sem að því vinna hörðum höndum, að þetta verði í síðasta sinn, sem þjóðin getur haldið upp á sitt tiltölulega unga fullveldi.
Nú eru ekki nema tvær vikur eftir af reglulegu þinghaldi, þó útséð sé um að það þurfi að framlengja, a.m.k. fram að jólum, eða jafnvel alveg til áramóta. Þetta stafar af ótrúlegum seinagangi ríkisstjórnarnefnunnar við vinnu að fjárlögum og skattabrjálæðisfrumvörpunum, sem þeim fylgja.
Leita verður langt aftur í tímann, til þess að finna einhverja hliðstæðu þessa seinagangs, en einkenni allrar vinnu meirihluta Alþingis einkennist af hroðvirkni og seinagangi. Tillögur eru lagðar fram og dregnar til baka jafnharðan og nýjar og lítið betri settar fram í staðinn.
Fjárlögum fyrir árið 2010 og skattabrjálæðistillögunum er frestað, til þess að pína ný og útvötnuð lög um ríkisábyrgð á skuldum Landsbankans, í gegnum þingið, vegna svipusmella Breta og Hollendinga, sem stjórnarliðar skelfast meira en nokkuð annað.
Stjórnarandstöðunni hefur loksins tekist að koma örlitlu viti í þingstörfin, með því að bjóðast til þess að afgreiða fjárlögin og fylgifrumvörp, en fresta afgreiðslu þrælalaganna á meðan.
Stjórnarliðar hafa ekki haft mikinn áhuga á því, fram að þessu, enda hafa þeir ekki nennt að mæta á þingfundi undanfarið, án þess þó að boða forföll og kalla inn varamenn, eins og þingsköp gera ráð fyrir.
Vonandi hafa þeir notað frítímann til þess að vinna jólaverkin heima hjá sér, þannig að þau þurfi ekki að tefja þá meira frá þingstörfunum á næstunni.
Tókst að ljúka umræðu um fjáraukalög | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ég held Axel Jóhann, að enginn flokkur geti starfað með Samfylkingunni, þeim erfiða flokki. Hef heyrt að Kristján L. Möller sé hæfur þó, en þekki það ekki. Ráðleysi og verkleysi verður ef einn flokkur er endalaust dragandi hinn í kolranga stefnu eins og núna VG er dreginn í átt að EU. Og líka þegar einn flokkur drottnar yfir hinum. Skil bara ekkert lengur í VG þó ég viti vel að það séu nokkrir góðir menn i flokknum. Óskiljanlegt hvernig þau böðlast í Icesave málinu.
ElleE (IP-tala skráð) 1.12.2009 kl. 11:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.