Nú er nóg komið af pukrinu, Steingrímur

Ríkisstjórnarnefnan, sem nú situr illi heilli við völd í landinu, hefur prédikað að "allt skuli vera uppi á borðum" og stjórnsýslan skuli vera "opin og gagnsæ".

Þetta er fyrir löngu farið að hljóma eins og öfugmælavísa, en með þessari yfirlýsingu Steingríms J., fjármálajarðfræðings, tekur þó steininn úr:  "Sumar ástæður þess að Icesave-málið verður að klára sem fyrst í þinginu eru ekki þess eðlis að hægt sé að greina frá þeim í ræðustól Alþingis."

Hvaða pukur er nú þetta?  Hvaða tök hafa þrælapískarar Breta og Hollendinga á ríkisstjórnarnefnunni, sem ekki má upplýsa?  Hvaða ríkisleyndarmál varða þetta mál, sem almenningur í landinu má alls ekki fá vitneskju um?  Eiga skattgreiðendur að borga brúsann, án þess að fá nokkurn tíma að vita hversvegna?

Svona leyndarhjúpur gengur ekki.  Nú er fjármálajarðfræðingurinn búinn að ýja að einhverjum þvingunum, sem ríkisstjórnarnefnan er beitt, á bak við tjöldin og það er skýlaus krafa, að hann upplýsi hvaða öfl, eða þjóðir standa að þeim þvingunum.

Viti stjórnarandstaðan hvað hér er um að vera, ber henni skylda til að upplýsa það, ef ríkisstjórnarnefnan druslast ekki til þess.


mbl.is Verður að klára Icesave af ótilgreindum ástæðum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Sigmundur Davíð fór í ræðustól stuttu seinna og kannaðist ekkert við þessar ótilgreindu ástæður fjármálaráðherra.

Axel Þór Kolbeinsson, 30.11.2009 kl. 15:52

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Kanski Amnesia hjá Sigmundi.

Finnur Bárðarson, 30.11.2009 kl. 16:03

3 Smámynd: Haraldur Baldursson

Takið nú karlinn upp, leggið hann yfir öxila á ykkur, klappið honum á bakið og sjáið til hvort hann nái ekki að ropa því upp hað hann á við...

Haraldur Baldursson, 30.11.2009 kl. 16:05

4 identicon

"Allt upp á borðið"

Gulli (IP-tala skráð) 30.11.2009 kl. 16:16

5 Smámynd: Jón Óskarsson

Hvar er þetta "borð" sem allt átti að fara upp á hjá þessari ríkisstjórn og hvar er skjaldborgin ?  Spaugstofan hefur nokkrum sinnum lýst þessu á mjög táknrænan hátt, nú síðast með því að sýna "autt blað".

Jón Óskarsson, 1.12.2009 kl. 17:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband