Svona fór um sjóferð þá

Upphaf Íslenskrar erfðagreiningar var mikið ævintýri á fleiri en einn veg, misgóðan.  Gífurlegar vonir voru bundnar við að fyrirtækið myndi verða stórveldi á sviði erfðatækni og lyfjaþróunar og ÍE varð fyrsta fyrirtækið, sem Hannes Smárason, þá fjármálastjóri ÍE, tókst að selja fyrir stjarnfræðilegar upphæðir á "gráa" hlutabréfamarkaðinum.  Hann hefur síðan átt skrautlega sögu í öllum fyrirtækjum, sem hann hefur komið nálægt.

Öll árin, frá stofnun, hafa komið reglulegar tilkynningar frá félaginu, um að alveg á næstunni muni "afurðir félagsins" fara að skila gríðarlegum tekjum, en jafnoft hefur lítið, sem ekkert gerst á því sviði.  Kári Stefánsson, stofnandi og forstjóri félagsins, hefur verið talsmaður félagsins öll þessi ár og tekist furðu vel að halda því gangandi, þrátt fyrir takmarkaðan sýnilegan árangur af starfseminni.

Nú lýtur út fyrir, að félagið verði keypt, eða yfirtekið, af bandarískum fjárfestum, sem:  "Samkvæmt upplýsingum frá Íslenskri erfðagreiningu hyggjst  tilboðsgjafar í reksturinn halda starfsemi félagsins í sama horfi og verið hefur," eins og segir í fréttinni.

Auðvitað verður rekstrinum ekki haldið "í sama horfi og verið hefur", enda væri félagið ekki í núverandi stöðu, ef reksturinn hefði staðið undir sér, en það hefur hann aldrei gert, heldur þvert á móti verið geysi mikið tap á honum alla tíð.

Líklegast er, að reksturinn hérlendis leggist niður og verði sameinaður öðrum, líklegast í Bandaríkjunum.

Þrátt fyrir allt, verður mikil eftirsjá af þessum vonarneista íslensks hugvits.

 


mbl.is Íslensk erfðagreining seld
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Fólk þarf að fara að leita meira inn á við þegar kemur að heilsu-eflingu, t.d. jóga, mataræði og hreyfingu.

Í mörgum tilfellum veikinda er bara um að ræða slæman lífstíl eða slæmar umhverfisaðstæður.

Hraðinn og spennan í samfélaginu, glæpamyndir í sjónvarpi os.frv.

Allt þetta hefur á endanum slæm áhrif á heilsu fólks.

Þannig að í staðin fyrir að leita lausna í genunum að þá ættum við að reyna að bætta allar umhverfisaðstæður. Koma á aga í skólum=Stöðva einelti=Betri vellíðan. os.fr.v.

Hvar er og hver er framtíðarsýnin á fyrirmyndarsamfélagið?

Jón Þórhallsson (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 10:28

2 identicon

Sú framtíðarsýn er innistæðulaus, eins og aðrir sjóðir.

Jói á hjólinu (IP-tala skráð) 17.11.2009 kl. 12:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband