Reynt að spila á samúðina

Til skamms tíma sáust ekki hrokafyllri menn í fréttaviðtölum, en þeir Jóhannes og Jón Ásgeir í Bónus, eins og þeir vilja gjarnan láta kalla sig.  Á þeim tíma höguðu þeir sér eins og mennirnir sem valdið hefðu og gerðu jafnvel tilraun til að fella ríkisstjórn Íslands, með áróðri og auglýsingum í fjölmiðlum sínum.

Í þá daga töldu þeir sig hafa svo mikil völd og áhrif, að þeir töluðu niður til allra og reyndi að niðurlægja alla, sem þeir töldu ekki vera fullkomlega á sínu valdi, þar með talinn forsætisráðherra þjóðarinnar, að ekki sé minnst á minni spámenn.  Enga samkeppni þoldu þeir við rekstur sinn og vildu yfir öllu gína og enduðu sem einhverjir mestu skuldakóngar Íslandssögunnar, sem þó greiddu aldrei krónu til baka af lánum sínum og hafa skilið eftir sig sviðna jörð, bæði innanlands og utan.

Í kvöld kom Jóhannes fram í Kastljósi og reyndi að hverfa til þess tíma, er hann hafði sæmilegt álit meðal almennings og reyndi nú að spila á samúð þess fólks, sem þarf að líða fyrir gerðir þeirra feðga og fleiri um mörg ókomin ár.  Nú talaði hann nánast eins og beiningamaður sem betlar sér fyrr mat, þóttist vera lítilátt og heiðarlegt góðmenni, en var einungis aumkunnarverður.

Þrátt fyrir langa skólagöngu hjá almannatengslafyrirtækjum við að læra að endurheimta velvild þjóðarinnar, er ýmyndin orðin svo ónýt, að upp á hana verður varla lappað héðan af.

"Jóhannes og Jón Ásgeir í Bónus" er nánast orðið skammaryrði.

 


mbl.is Munu ekki þurfa að afskrifa neitt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Jamm...

Maður hló oft þegar kallinn kom í fjölmiðla og gaf pokasjóðinn eða nokkur hangilæri !

Oftast eftir að grísinn hafði gert eitthvert flopp af sér. Í dag hlær maður af báðum.

BTG (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband