Árni Páll sár á bakinu, en sáttur við svipuna

Árni Páll, félagsmálaráðherralíki, deilir ekki þeirri skoðun með fyrrverandi formanni sínum, að Íslendingar hafi látið Breta og Hollendinga tukta sig eins og sakamenn vegna Icesave skulda Landsbankans. 

Ekki er ljóst hvort Árni byggir skoðun sína eingöngu á því, að hann og félagar hans í Samfylkingunni vilji öllu til fórna til þess að koma landinu að, sem hreppi í stórríki ESB, eða hvort hann er orðinn svo sár á afturendanum vegna högga þrælapískaranna í London og Haag.

Hvort heldur sem er, sagði Árni á Alþingi í dag:  ,,Við höfum náð viðurkenningu á því að greiðslur á þessum skuldbindingum verði ekki þannig að þær verði okkur sem þjóð um megn að standa undir og við höfum tryggt að nágrannaríkin viðurkenna tilvist vafa um þá skuldbindingu sem að baki liggur."

Hálfkveðnar vísur í þessu máli duga ekki lengur.  Árni Páll verður að útskýra hvar mörkin liggja milli þess að Icesaveþrældómur Íslendinga verði þeim viðráðanlegur, eða verði þeim sem þjóð um megn að standa undir.

Er ásættanlegt, að þjóðin sem heild búi við fátækt í tuttugu ár, til þess að greiða þennan þrælatoll og nánast allar útflutningstekjur þjóðarinnar fari til þrælapískaranna á sama tíma?

Hvaða hlutfalli útflutningsteknanna árlega, telur Samfylkingin að sé fórnandi fyrir aðild að ESB?


mbl.is Sáttur við lyktir Icesave
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Verð að segja að fyrirsögnin hjá þér er ein sú besta sem ég hef séð í langan tíma.

EVJ (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 16:24

2 identicon

Hvaða rugl er þetta eiginlega? Ráðherrann segir að: 

"við höfum tryggt að nágrannaríkin viðurkenni tilvist vafa um þá skuldbindingu sem að baki liggur".

 Það er sem sagt mikill vafi um þennan samning og þær skuldbindingar sem að baki liggja. er ráðherrann svona ánægður með að vafi liggi um þær þessar umdeildu skuldbindingar sem hann og ríkisstjórnin er að gangast undir, algerlega í trássi við vilja þjóðarinnar, og ef ekki kæmi til kúgunarofbeldi ríkisstjórnarinnar, þá væri þessi samningur felldur.

Enn einn veikur samningur sem stjórnin er að gera.

Hvað þurfum við að sitja lengi uppi með þennan hrylling sem þessi ríkisstjórn er?

joi (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 16:26

3 identicon

Það má margt misjafnt segja um ráðamenn okkar en ég held bara að Árni Páll sé með þeim vitlausustu sem þessi þjóð hefur fengið yfir sig.  Ógæfu okkar verður sem sé allt að vopni í þeim hörmungum sem við nú erum í. 

Þeir sem hafa eitthvað fylgst með Árna ættu að vera búnir að sjá að maðurinn er reglulega mataður á því sem hann segir.  Það skýrir svo af hverju hann getur ekki útskýrt hvað hann er að bera á borð fyrir þjóðina.   

Melur (IP-tala skráð) 16.11.2009 kl. 16:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband