Opið og gegnsætt söluferli

Guðmundur Franklin Jónsson segir að mikilvægt sé, að fleiri en núverandi eigendur Haga, fái kost á að kaupa fyrirtækið.  Ef hann á við Bónusfeðga, þá eiga þeir ekkert í Högum, því Kaupþing er búið að yfirtaka 1998 ehf., sem var í raun aldrei annað en leppfyrirtæki fyrir bankann, þar sem hann hafði lánað 1998 ehf. fyrir öllu kaupverðinu og gott betur.

Sú krafa hlýtur að verða í heiðri höfð, að salan á Högum verði opin og gegnsæ, þannig að þeim skrípaleik, sem viðgekkst við kaup og sölu fyrirtækja milli útrásarglæframannanna og þegar þeir seldu og keyptu af sjálfum sér, verði hætt og allt verði haft uppi á borðum.

Fyrrverandi eigendum Haga á ekki að líðast að fá erlenda leppa, til að leggja fram sýndarhlutafé, til að auðvelda feluleik með tugmilljarða skuldaniðurfellingu til handa Baugsfeðgum.  Nóg er komið af slíku.

Einnig verður að gera þá kröfu, að væntanlegur hluthafalisti "Þjóðarhags" verði öllum aðgengilegur, þannig að ljóst verði frá upphafi, hverjir séu helstu bakhjarlar þess hóps og ekki sé hætta á að einhverjir aðrir útrásarglæframenn ætli að laumast bakdyramegin aftur inn í atvinnulífið í skjóli almenningshlutafélags.

Almenningur vill ekkert pukur og laumuspil lengur.


mbl.is Mikill áhugi á Högum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sú saga gengur fjöllum hærra í borginni, að bak við svokallaða kröfuhafa, sem eru að eignast bankana við uppgjör skilanefndanna, séu í raun erlend hlutafélög hrunarkitektanna, Björgólfs Thors, Hannesar Smárasonar, Pálma Haraldssonar, Finns Ingólfssonar og Ólafs í Samskipum. Þessi pukurfélög hafi verið unnvörpum að kaupa kröfur ýmissa erlendra fjármálastofnana, sem hafi selt þær fyrir rock bottom prices, því þeir hafi talið kröfurnar nánast einskis virði og selt þær fyrir bara eitthvað til að losna við þær.

Sesam (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 15:22

2 identicon

Af hverju er ekki hægt að fá þessi nöfn upp á borðið.  Af hverju er alltaf verið að díla við einhverjar óþekktar kennitölur.  Ástþór Magnússon segir að S-hópurinn, Finnur Ingólfsson, Ólafur i Samskipum og Kaupfélag Skagfirðinga standi á bakvið þetta tilboð.  Nú er ástandið þannig á Íslandi að það er ekki lengur hægt að tala um "hóp fjárfesta".  Nöfnin á borðið takk!

Gísli Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 15.11.2009 kl. 16:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband