24.10.2009 | 11:30
Fljótfærni Alþingis
Alloft hefur komið fyrir að Alþingi afgreiði frumvörp til laga með þvílíkum hraða og hroðvirkni, að þau hefur þurft að taka upp og leiðrétta nokkrum vikum eða mánuðum eftir samþykkt þeirra. Stundum hefur þetta hroðvirknislega vinnulag haft alvarlegar afleiðingar og þá hefur afsökunin verið, að þetta og hitt sé ekki í "anda laganna".
Andi laganna hefur ekkert gildi fyrir dómstólum, aðeins hinn ritaði og samþykkti texti. Nú brá svo við, að við afgreiðslu laga um greiðslujöfnun lána, þurfti við lokaumræðu frumvarpsins, að fella út grein um skattfrelsi á niðurfelldum skuldum, vegna þess að greinin hefði opnað fyrir stórkostlegar skattfrjálsar niðurfellingar kúlulána bankajöfra og jafnvel útrásargarka.
Í fréttinni segir: "Samkvæmt heimildum hefðu þessar tillögur óbreyttar heimilað skattfrjálsar afskriftir risastórra kúlulána, sem tekin voru vegna hlutabréfakaupa og koma tilgangi laganna ekkert við." Frumvarpið hafði farið með slíkum hraða í gegnum nefndarvinnu, að enginn tími gafst til að lesa það, eða skilja, áður en því var vísað til lokaumræðu í þinginu.
Hefðu ekki komið til athugasemdir Péturs Blöndals, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, og Þórs Saari, þingmanns hreyfingarinnar, hefði frumvarp Árna Páls, félagsmálaráðherra og atvinnulífsrógbera, farið óbreytt til lokaatkvæðagreiðslu.
Það verður að vera hægt að treysta því, að lög frá Alþingi séu með vitrænu innihaldi og í þeim standi það sem ætlast er til að þau nái yfir.
Andi laganna gufar fljótt upp, rétt eins og vínandi.
Hætt við breytingu á skattalöggjöf í skyndi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hinn svokallaði félagsmálaráðherra ætti fyrir löngu að hafa farið að leita að gerólíkum vinnuvettvangi. Það stendur ekkert eftir af neinu sem þessi maður segir, enda úr sam-spillingunni. Líka er með ólíkindum hvað fljótfærnin, hroðvirknin og bara algert kæruleysi er endalust við lýði hjá sumum þeim sem landslögin setja - þegar ekki er um beinan óheiðarleika að ræða. Er að undra að ekkert virki í þessu landi eins og í venjulegum löndum?
ElleE (IP-tala skráð) 24.10.2009 kl. 23:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.