Birta bréfin möglunarlaust

Ólafur Ragnar Grímsson, stuðningslaus forseti, hefur fram að þessu haldið því fram, að hann geti ekki birt meðmælabréf sín með banka- og útrásargörkunum, sem hann sendi í allar áttir á þeim tíma, sem hann var aðalklappstýra í liði þeirra.

Nú, eftir mikla gagnrýni á þetta purkur með bréfin, segir Ólafur að hann sé að hugsa um að birta helming bréfanna og þá eru væntanlega engin lagaákvæði, sem banna honum það lengur.

Í spjallþætti Sölva á Skjá 1 mun Ólafur segja að hann sé ennþá að hugsa og hugsa um hvort hann eigi að birta þennan helming bréfanna, eða eins og segir í fréttinni:  "Forsetinn sagðist ekki hafa tekið þessa ákvörðun enn. "En mér finnst ekki þægilegt, hvorki persónulega eða fyrir forsetaembættið að sitja undir ásökunum, tortryggni og öðru af þessu tagi," segir Ólafur Ragnar."

Tortryggnin í garð klappstýrunnar mun ekkert minnka við að birta nokkur útvalin bréf.

Það eina, sem dugir, er að birta öll bréfin möglunarlaust.

Ekki er einu sinni víst, að það dugi, til að bæta mannorð þessa sjálfumglaða einkaþotufarþega.

 


mbl.is Íhugar að birta bréf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristinn Sigurjónsson

Hann var búinn að lýsa því yfir að hann hefði ekkert að fela.   Kannski hefur hann eitthvað smávegis að fela

Kristinn Sigurjónsson, 21.10.2009 kl. 17:04

2 identicon

Kanski hefur hann um 50% að fela.  Hvað er verið að böggast í manninum út af svoleiðis smáræði?

itg (IP-tala skráð) 21.10.2009 kl. 17:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband