21.10.2009 | 15:36
Á Ögmundur lífeyrissjóðinn?
Lífeyrissjóðir landsmanna, aðrir en séreignarsjóðirnir, eru ekki "eign" þeirra sem greiða í þá, heldur eru þeir í raun risastór tryggingafélög, þar sem fólk kaupir sér tryggingu fyrir elli- og örorkulífeyri, en falli menn frá fyrir aldur fram og eigi ekki fjölskyldu, þá fara iðgjöldin í sameiginglega pottinn og nýtast einhverjum öðrum.
Þetta er nánast nákvæmlega sama kerfið og að kaupa brunatryggingu á húsið sitt, maður greiðir tryggingariðgjaldið alla ævi, en brenni húsið ekki, þá fær tryggingatakinn ekkert frá tryggingafélaginu, en iðgjöldin hans nýtast til að greiða tjón annarra.
Þeir sem fara t.d. á örorkulífeyri frá lífeyrissjóði ungir að árum, fá greitt út úr lífeyrissjóðnum miklu hærri upphæð, en þeir greiddu nokkurn tíma til hans og sama má segja um þá sem lifa mjög lengi og fá þá meira greitt úr sjóðnum, en þeir höfðu greitt til hans.
Þetta á formaður í verkalýðsfélagi að vita og því er alveg ótrúlegt að heyra frá Ögmundi Jónassyni, að hann vilji að lífeyrissjóðirnir fari að lána peninga til reksturs ríkisins og hvað þá svona orðalag: Þetta er mín krafa um mína peninga."
Ögmundur er stuðningsmaður ríkisstjórnarinnar og verður því að axla þá ábyrgð sem því fylgir.
Eigi ríkissjóður ekki fyrir rekstrarútgjöldum, verður hann að draga úr þeim og spara í rekstrinum, þannig að skatttekjurnar dugi.
Það er mín krafa um mína peninga. Það er að segja mína skattpeninga.
Lífeyrissjóðir láni í velferð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.