Töf rannsóknarskýrslu afsakanleg

Töf á skilum skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis er skiljanleg í ljósi þess, sem fram kom á fundi nefndarinnar í dag, en þar fór nefndin yfir starf sitt og þar kom m.a. fram að rætt hefði verið við yfir 300 manns og formlegar skýrslur af meira en 100 einstaklingum og enn á eftir að ræða við fleiri.

Allir geta séð, að það er óhemju mikil vinna, að koma saman skýrslu um þetta yfirgripsmikla mál, þannig að allur sannleikur komi í ljós og unnt verði að meta ábyrgð hvers og eins, þeirra sem tengjast bankahruninu á einhvern hátt.  Treysta verður því, að lagt verði mat á hvaða áhrif hver hafði á atburðarásina, svo sem ríkisstjórn, seðlabanki, bankaráð, bankastjórar og eigendur bankanna, svo einhverjir séu nefndir.

Margir hafa talið, að nefndin ætti að minnsta kosti að skila áfangaskýrslu þann 1. nóvember, en nefndin svarar því á eftirfarandi hátt:  "Meðal þess sem var skoðað var að skila bráðabirgðaskýrslu 1. nóvember en það var blásið af, m.a. vegna þess hversu tengd málin eru og sömu leikendur í þeim flestum."

Þetta er rökrétt afstaða nefndarinnar, í því ljósi, að sumar niðurstöður nefndarinnar fara væntanlega í frekari rannsókn hjá Fjármálaeftirlitinu og/eða Sérstökum saksóknara.

Betra er að sýna örlitla þolinmæði, en að eitthvað verði órannsakað, eða illa skoðað.


mbl.is Rætt við yfir 300 manns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband