Mannréttindabrot að fá ekki að vera borgarfulltrúi

Þingmenn Hreyfingarinnar og einn Framsóknarmaður, sem líklega hefur óskað nafnleyndar, hafa lagt fram frumvarp á Alþingi, þar sem lagt er til gífurleg fjölgun fulltrúa í sveitarstjórnum og þar á meðal að fulltrúum í borgarstjórn Reykjavíkur verði fjölgað í 61.

Telja þingmennirnir að það sé mannréttindaskerðing, að nánast annar hver maður í borginni geti ekki orðið borgarfulltrúi, eða eins og segir í rökstuðningi:  "„Hér er um að ræða lýðræðisskerðingu sem stríðir gegn anda Evrópusáttmálans, mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem og Ríó-sáttmálans um Staðardagskrá 21 sem er heildaráætlun ríkja Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun samfélaga," segir í frumvarpinu."

Þó varla sé hægt að trúa því, þá virðist þetta frumvarp vera flutt í alvöru og það á Alþingi, sem hægt væri að reikna með, að þyrfti að fjalla um alvarleg og aðkallandi mál, á þessum síðustu og verstu tímum.

Auðvitað er ekki hægt að mótmæla því, að sjálfbær þróun Reykjavíkur er háð því að mannréttindi allra séu virt til setu í borgarstjórn, ekki síst í anda Staðardagskrár 21.


mbl.is Vilja að borgarfulltrúar verði 61
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband