Þurfum erlend lán - fáum þau ekki - getum ekki endurgreitt

Allir helstu hagfræðingar þjóðarinnar telja að það sem nauðsynlegast sé fyrir þjóðina nú um stundir sé að komast í þá stöðu, að fá óheftan aðgang að erlendu lánsfé.  Án þess verði engin uppbygging á landinu á komandi árum. 

Heimilin, fyrirtækin og þjóðarbúið í heild sinni er að drukkna núna vegna erlendra lána, sem tekin hafa verið á undanförnum árum og getan til að endurgreiða þau er nánast engin.  Á næsta ári er áætlað að ríkissjóður einn þurfi að greiða 100 milljarða í vexti af lánum sínum, en það jafngildir öllum útflutningstekjum af fiskveiðum Íslendinga árlega.

Allur vöruskiptajöfnuður út- og innflutnings næstu áratuga mun ekki duga til að greiða afborganir og vexti af erlendum skuldum þjóðarbúsins, þannig að ekki þarf að reikna með að íslendingar geti sótt í mikil erlend lán á næstunni.  Reikningsdæmið er ekki flóknara en heimilisbókhaldið hjá hverri fjölskyldu, fjölskyldan getur ekki steypt sér í meiri skuldir, en ævitekjurnar duga til að greiða.

Það má þakka fyrir, ef hægt verður að fá ný erlend lán á næstu árum, til þess að framlengja eldri lánum og því er nánast tómt mál að tala um, að uppbgging næstu ára verði að byggjast á erlendri lántöku.

Þjóðin verður að sætta sig við, að í nánustu framtíð verður ekkert fjárfest, nema fyrir eigið aflafé, a.m.k. ekki með miklum erlendum lántökum.


mbl.is Þurfum aðgang að lánsfé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband