Öllum augljóst

Öllum er nú orđiđ ljóst ađ ríkisstjórnin hangir einungis saman á lyginni einni, eins og sagt er, en er í raun orđin óstarfhćf, ţó hún ţekki ekki ennţá sinn vitjunartíma.  Allt logar stafnanna á milli innan stjórnarflokkanna og á milli ţeirra og niđurstađa nćst ekki í neinu mikilvćgu máli og er ţá sama hvort litiđ er til ESB umsóknar, Icesave, eđa ţess sem mestu skiptir, fjárlaganna fyrir 2010 međ ţeim niđurskurđi, sem til ţarf og ekki ríkir meiri sátt um skattahćkkunarbrjálćđiđ sem runniđ er á Vinstri grćna.

Ráđherrar koma fram í hverjum fjölmiđlinum á fćtur öđrum og segjast "vonast til" ađ ríkisstjórnin hangi saman eitthvađ áfram, en ţegar ráđherrar eru farnir ađ tala svona, er ríkisstjórn ţeirra orđin algerlega óstarfhćf og í raun steindauđ.  Össir, grínari, svarađi fyrirspurn um nćstu skref á Alţingi, varandi Icesave, og mátti lesa út úr svörum hans, ađ ekkert nýtt vćri ađ gerast í málinu.  Einnig segir í fréttinni:  "Össur tók jafnframt fram ađ ekki vćri öruggt ađ meirihluti yrđi fyrir ţví frumvarpi á ţingi. Hann tók undir međ Birgi ađ stađan vćri erfiđ og gćti veriđ háskaleg fyrir Íslendinga. Raunhćfur möguleiki vćri jafnframt á ađ hér verđi stjórnarkreppa."

Svona tala ráđherrar ekki, nema ríkisstjórn sem ţeir sitja í, sé í dauđateygjunum.  Um ţađ var bloggađ hér í gćr og má sjá ţađ hérna

Hugsanlega verđur jarđarförin auglýst í kvöld, eftir ţingflokksfund VG.

Verđi ţađ ekki gert, gćti nályktin orđiđ óbćrileg.

 

 


mbl.is „Upplausnin er okkur augljós“
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband