Blásið úr egginu og skurninn skilinn eftir

Meðferðin á Húsasmiðjunni er dæmigerð fyrir vinnubrögð útrásarmógúlanna við "kaup" þeirra á öllum helstu fyrirtækjum landsins og þeirra fyrirtækja, sem þeir "keyptu" erlendis.  Þetta kemur ekki vel fram í frétt mbl.is, en sést vel á fréttinni í Mogganum sjálfum, en þar segir m.a:  „Í raun er daglegur rekstur á góðri siglingu. Erlend lán sem eigendur tóku við kaup á fyrirtækinu hafa skapað erfiða stöðu. Þau lán eru á gjalddaga á næstu tveimur árum og hafa hækkað mikið vegna gengisfalls krónunnar,“ útskýrir Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar."

Það var undantekningarlaus aðferð Baugsmanna og annarra viðskiptablóðsuga, að kaupa vel stæð og vel rekin fyrirtæki með mikið eigið fé, skuldsetja þau upp fyrir rjáfur og sjúga svo út úr þeim allt blóð, þ.e. greiða út nánast allt eigið fé félaganna sem arð til sjálfra sín og þeirra fyrirtækja sem tilheyrðu svikamyllu þeirra, með lokalendingu á Tortola, eða öðrum bankaleyndarparadísum.

Þetta viðskiptamódel leiddi til þess, að slóð þeirra var vörðuð fallegum eggjum, en þeir sem hjá stóðu, áttuðu sig ekki á því, að innihaldið hafði verið blásið úr eggjunum og ekkert var eftir nema skurninn.

Nú þegar eggin brotna eitt af öðru, kemur í ljós, að innihaldið var löngu horfið.


mbl.is Vestia eignast Húsasmiðjuna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góður pistill hjá þér og hverju orði sannara.

kveðja Rafn.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 12:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband