Ögmundur í stjórnarandstöðu

Ögmundur Jónasson, alþingismaður VG, er greinilega kominn í stjórnarandstöðu og virðst sú andstaða hans harðna með hverjum deginum, sem líður frá því að hann var hrakinn úr ríkisstjórninni af hinni hrokafullu, en ráðalausu, Jóhönnu Sigurðardóttur, meintum forsætisráðherra.

Greinilegt er að Ögmundur reiknar ekki með löngu lífi ríkisstjórnarinnar úr þessu, og endurspeglast það í því sem eftir honum er haft í fréttinni:  "Ögmundur segir að takist ríkisstjórninni að taka á málum sem varða AGS, vexti, hinn bratta niðurskurð í velferðarmálum og aðkomu erlendra sérfræðinga að ráðgjöf eigi hún „góða möguleika á að þjappa þjóðinni saman. Takist þetta ekki þarf hún náttúrlega að hugsa sinn gang.“"

Ekki verður annað séð, en fullkominn klofningur sé orðinn í VG og að nú hljóti að styttast í að flokkurinn klofni í tvennt og úr verði flokkur undir forystu Steingríms J. og annar undir forystu Ögmundar.

Fari svo, er líklegast að við taki ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og flokks Ögmundar, jafnvel með þátttöku Hreyfingarinnar, sem þó er sennilega ekki stjórntæk.

Þetta gæti orðið áður en mjög langt um líður.

 

 


mbl.is Höfum ekkert við AGS að gera
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband