6.10.2009 | 10:14
Stuðningi við hvað?
Steingrímur J., fjármálajarðfræðingur og formaður VG, sem nú er að láta rassskella sig í Istanbul, komst á milli svipuhögga í símann, til þess að grátbiðja félaga sína í VG, að þegja um ósættið og klofninginn innan VG og ríkisstjórnarinnar og gera hlé á atinu þangað til hann kæmi heim, pakkaður í sáraumbúðir.
Eftir áminningu til félaganna um að þeir hafi lofað að styðja ríkisstjórnina áfram, segir hann: "Í öðru lagi var alveg skýrt að það var ákveðið að halda áfram að láta á það reyna hvort hægt væri að lenda þessu Icesave-máli, að sjálfsögðu með það leiðarljósi að svo kæmi það til þingflokksins og skoðað yrði hverju tækist að ná fram. Það var samstaða um það hvað út af stæði og á hverju þyrftu að fást lagfæringar."
Þetta eru merkilegar yfirlýsingar, í fyrsta lagi að það skyldi skoðað í þingflokknum eftirá, hverju tækist að ná fram, þar sem Ögmundur var rekinn úr ríkisstjórninni, einmitt fyrir að vilja ekki gefa fyrirframsamþykki við kröfum þrælahaldaranna, en Jóhanna, meintur forsætisráðherra, krafðist fyrirfram samþykkis allra ráðherra og þingflokka við væntanlegri uppgjöf fyrir þrælapískurunum.
Í öðru lagi vaknar spurnin við síðustu setninguna, en þar segir að samstaða hafi verið um það, hvað út af stæði og hvaða lagfæringar þyrftu að fara fram á uppgjafaskilmálunum. Fram að þessu hefur Steingrímur alltaf sagt að Íslendingum bæri að greiða þessa skuld gamla Landsbankans og samningarnir, sem um það hefðu verið gerðir, væru þeir hagstæðustu sem hugsast gæti fyrir Ísland.
Hverjir eru núna að fara fram á lagfæringar? Eru það Bretar og Hollendingar? Hvaða lagfæringar? Í þágu hverra eiga þær lagfæringar að vera? Skyldi það vera í þágur þrælahöfðingjanna?
Vonandi fást svör við þessu strax og Steingrímur kemur til landsins og áður en hann fer að reyna að forða klofningi VG.
Hétu öll stuðningi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.