Viðræðurnar voru gagnlegar

Alkunna er,  að þegar fundir stjórnmálamanna, ekki síst í milliríkjasamskiptum, skila engum niðurstöðum, er jafnan sagt að fundirnir hafi verið ganlegir og viðræðum verði haldið áfram, því brýnt sé að leysa viðkomandi vandamál og vonandi muni nást niðurstaða innan skamms.  Þegar þetta orðalag er notað, er venjulega hægt að reiða sig á, að ekkert hafi þokast með málin og þau í jafnmiklum hnút og áður, ef ekki verri.

Af þessum sökum segir Steingrímur J. að fundirnir með fjármálaráðherrum Bretlands og Hollands um helgina hafi verið gagnlegir, sem segir í raun ekkert annað en það, að ekkert hafi þokast með Icesave málið og þrælahaldararnir hafi ekki lagt frá sér svipurnar, líklega frekar látið glitta í gaddasvipur, sem þeir hafi hótað að beita á íslensku þjóðina fljótlega, verði ekki bakkað frá fyrirvörum Alþingis vegna Icesave skulda Landsbankans.

Össur Skarphéðinsson, grínari, átti fundi í síðustu viku með utanríkisráðherrum nýlendulandanna og voru þeir fundir ákaflega gagnlegir, að sögn Össurar, en skiluðu auðvitað engum árangri, öðrum en þeim, að nauðsynlegt væri að fá botn í þessa deilu sem fyrst.

Steingrímur J. á fund með æðsta handrukkara AGS á morgun og ef sá fundur verður eingöngu gagnlegur, en skili engri niðurstöðu, er ríkisstjórnin komin í pattstöðu með málið og verður að fara frá völdum.

Ofan á fjármálakreppuna kemur væntanlega stjórnarkreppa, sem verður þá helsta niðurstaða búsáhaldabyltingarinnar.


mbl.is Steingrímur J.: Gagnlegur fundur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Eins og talað út úr mínu hjarta. "Gagnlegir" fundir Steingríms eru orðnir æði margir en framkvæmdin engin. Svo er málbeinið að losna á Jóhönnu, hún talaði við Financial Times ! Eitthvað sem enginn átti vona á en eitthvað verður hún að gera til að reyna að halda vinnunni.

Þetta verður veturinn sem minnst verður fyrir: Fyrsti hryðjuverkamaðurinn verður ráðherra (Álfheiður) og stjórn Jóhönnu féll.

Örn Johnson ´43 (IP-tala skráð) 6.10.2009 kl. 09:34

2 identicon

Já Axel þetta hef ég séð þig skrifa áður með GAGNLEGU fundina. Þú hefur augljóslega alveg rétt fyrir þér vinurinn.  Allt svo gagnlegt en samt gerist ekki neitt.

Óskin (IP-tala skráð) 7.10.2009 kl. 18:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband