Klofnar flokkur Vinstri grænna?

Þingflokkur VG hefur verið kallaður saman kl. 14:15 í dag, til að fjalla um afsögn Ögmundar úr ríkisstjórninni og hvort hægt verður að berja afganginn af þingflokknum til hlýðni við feluforsætisráðherrann og Steingrím J. vegna fyrirvaranna við Icesave.

Þetta verður vafalaust hitafundur og ekki ólíklegt að flokkur Vinstri grænna klofni í herðar niður í framhaldi þessarar afsagnar.  Enginn segir af sér ráherradómi að gamni sínu og án samráðs við sína helstu stuðningsmenn og það bakland, sem hefur komið viðkomandi alla leið í ráðherrastól.

Því mun það ráðast á þessum fundi, hvort Atli Gíslason, Lilja Mósesdóttir, Jón Bjarnason og Guðfríður Lilja muni fylgja Ögmundi og stofna nýjan flokk, eða halda áfram að starfa með þrælasalanum Steingrími J.

Það sem örugglega kemur út úr þessu öllu, er að tilraunin með fyrstu hreinræktuðu vinstri stjórnina á Íslandi mun mistakast herfilega.

Það sem mun fylgja þeirri pólitísku upplausn, sem nú þarf að glíma við á næstunni, mun ekki bitna á neinum öðrum en þjóðinni með síversnandi lífskjörum.

Þjóðin hefði reyndar þurft að þjást hvort sem var, því ekki gat ríkisstjórnin komið sér saman um nokkurn hlut, þó tækifærið sé notað til að sprengja stórnarsamvinnuna með Icesavemálinu.


mbl.is Þingflokkur VG fundar kl. 14.15
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband