Allt gert til að tefja fyrir

Eins og við var að búast, gera Vinstri grænir allt sem í þeirra valdi stendur, til að tefja alla þá atvinnuuppbyggingu sem í augsýn eru og reyna að dýpka og lengja efnahagskreppuna eins og þeir mögulega geta.

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur nú fellt úr gildi ákvörðun Skipulagsstofnunar um að ekki skuli fara fram sameiginlegt mat á umhverfisáhrifum framkvæmda vegna Suðvesturlínu og öðrum tengdum framkvæmdum.  Ráðherrann gerir þetta með skírskotun til þess, að ekki sé búið að ákveða hve mikið verði virkjað á svæðinu í einhverri fjarlægri framtíð.  Framkvæmdaaðilar segja að Suðurlína þurfi að rísa, burtséð frá því, hverjar virkjunarframkvæmdir verði þar í framtíðinni.

Því er fáráðlegt, að ætla að láta meta umhverfisáhrif Suðurlínu í sameiginlegu mati með einhverju, sem rís hugsanlega í framtíðinni.  Það eru tvö alls óskild mál og því verður þessi snúningur ráðherrans eingöngu til að lengja undirbúningstímann og auka kostnað við umhverfismatið.  Á meðan hægist á öllum framkvæmdum í Helguvík og víst er að VG leiðist það ekki.

Með því að lengja og dýpka kreppuna, eykur VG örvæntinguna og óánægjuna í þjóðfélaginu og á því nærist flokkurinn og veit að fylgi flokksins í kosningum miðast við óánægustuðulinn í þjóðfélaginu.


mbl.is Ákvörðun Skipulagsstofnunar felld úr gildi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Stefán Sigurður Stefánsson

Það er ekki von á öðru úr þessari átt,þessu liði sem ekkert vill gera til þess að byggja upp atvinnulífið verður að koma burtu úr þessum stöðum og því fyrr því betra.

Stefán Sigurður Stefánsson, 29.9.2009 kl. 14:26

2 identicon

Hvað er að þessu fólki? Er nema furða að "endurreisnin" gangi hægt! Allt flautað af! Er þetta fólk í einhverjum fílabeinsturni? Ég bara spyr?

Soffía (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:28

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Þessu ákvörðun Svandís kemur engum á óvart - vg er á móti atvinnuuppbyggingu - viðskipti og vg fara ekki saman - endurreisnin hefst ekki fyrr en vg er ekki lengur í ríkisstjórn -

Óðinn Þórisson, 29.9.2009 kl. 16:03

4 identicon

Kæri síðuskrifari,hvernig skyldi þín óskaríkisstjórn líta út.Hvaða Sjálfstæðismenn eru með hreinan skjöld,sem hægt væri að treysta,er það ,Tryggvi Þór,eða Guðlaugur Þór,eða Sigurður Kristjánsson,eða Bjarni Benediktsson,eða,eða,eða::Svona má lengi telja,Stórir kúlulánaþegar og stórstyrkja FL þegar.Er á því að Samfylkingin þarf að víkja enda gerandi að hluta til vegna hrunsis,með Sjálfstæðisflokknum.Því má ekki gleyma að VG kom ekki nálægt hruninu. Undirritaður er hvorki vinstri né hægri maður,þjóðarskútunni þarf að koma á réttan kjöl en það gerist EKKI með sölu á þjóðinni til ESB líkt og Jóhanna berst fyrir.Reyndar er ég sammála Bjarna ykkar Ben,að Icesave hörmungin á að fara fyrir dómstóla.Það sem Svandís er að gera er bara lokaathugun á þessari ofurframkvæmd sem þessi lína er.Þessi lína kemur það er alveg víst,en með minna raski heldur en fyrirhugað var.Svavar Gestsson faðir hennar var  algjörlega  vanhæfur sem formaður samninganefndar þeirrar sem sá um Icesave ..Er ekki komin tími til á þessum tímamótum í þjóðfélagi okkar og hætta að tala um vinstri og hægri,og förum að vinna saman fyrir komandi kynslóðir og hvað þá börnin okkar og barnabörn nú.ÍSLANDI ALLT.

Númi (IP-tala skráð) 30.9.2009 kl. 09:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband