Ótrúleg skuldaflækja

Jón Ásgeir Jóhannesson, raðskuldari, hefur sagt að fyrirtækið 1998 ehf. hafi keypt Haga út úr Baugi, rétt fyrir gjaldþrot Baugs, á 45 milljarða króna, yfirtekið 15 milljarða skuldir og 30 milljarðar hafi verið greiddir í beinhörðum peningum.  Í ljósi þess að fyrirtæki Jóns Ásgeirs voru komin í greiðsluvandræði strax um áramótin 2007/2008, er óútskýrt af hvaða bankareikningi þessir 30 milljarðar eiga að hafa komið.

Allt um það, en sama dag og 1998 ehf. keypti Haga, var það félag veðsett upp í topp og tekni nýjir 30 milljarðar að láni hjá Kaupþingi, eingöngu með veði í hlutabréfum Haga, og án nokkurra persónulegra ábyrgða Jóns Ásgeirs, enda hefur hann marglýst því fyrir þjóðinni, að hún þurfi ekki að hafa áhyggjur af sér, þar sem hann flæki sig aldrei persónulega í neinar skuldir.

Hvað skyldi svo einkahlutafélagið 1998 ehf. hafa gert við þettaa splunkunýja 30 milljarða króna lán?  Jú, aurarnir voru notaðir til þess að greiða skuldir Gaums við Kaupþing og Glitni og 15 milljarðar endurlánaðir til Baugs, til að kaupa hlutabréf í sjálfum sér, af aðilum tengdum Jóni Ásgeiri.

Þetta er sama leikfléttan og leikin hefur verið undanfarin ár, þ.e. eitt félag tekur lán, kaupir í öðru eða endurlánar, þangað til köngulóarvefurinn er orðin svo stór og flæktur víða um heim og allar þær skattaparadísir sem finnast, að mörg ár mun taka að rekja upp allan vefinn.

Þessir kappar eru ekki stóreignamenn, heldur raðskuldarar.


mbl.is Salan á Högum dró úr tjóni Kaupþings
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Er ekki skipulögð raðskuldasöfnun (sem stendur ekki til að greiða tilbaka) sama og þjófnaður ?

Ásetningurinn er augljós og einbeittur brotavilji fyrir hendi, það sér hver einasti simpansi !

Madoff heilkennið ræður ríkjum í glæpsamlegu íslensku viðskiftalífi, þetta er einn alsherjar hlandfor og skítahaugur.  '' you ain´t seen nothing yet- guð blessi Ísland'', sögðu tveir æðstu simpansarnir, þvílíkt banalýðveldi ! 

Halli (IP-tala skráð) 23.9.2009 kl. 10:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband