Sýnishorn af því sem koma skal

Þrír sakbornignar í rannsókn Sérstaks saksóknara á "kaupum" emírsbróðurins frá Katar á 5% hlut í Kaupþingi eru byrjaðir að tefja rannsóknina, með málsskotum og athugasemdum til undir- og hæstaréttar á ýmsum þáttum rannsóknarinnar.

Þetta er velþekkt úr Bausmálinu fyrsta, þar sem lögmenn ákærðu í því máli teygðu og toguðu allar ákærur fyrir dómstólum árum saman og þvældu málin svo, að hvorki sækjendur eða dómarar skildu lengur upp eða niður í málinu, enda endaði það með frávísunum á flestum ákæruliðum, en sakfellingu í minniháttar tilfellum.

Nú er sama sagan að endurtaka sig í þessu máli, sem er aðeins einn smáangi af öllum banka- og útrásarmálum, sem í rannsókn eru og munu örugglega leiða til sakfellinga og fangelsisdóma, þegar upp verður staðið.

Enginn þarf hinsvegar að láta sér detta í hug, að dómar muni falla á næstunni.  Miðað við fyrri framgang verjenda þessara skúrka, munu rannsóknir og málarekstur taka mörg ár, en vonandi mun samúð almennings ekki snúast á sveif með sakborningunum, eins og gerðist í Baugsmálinu fyrsta.

Vonandi verður þó einhverjum málum stefnt fyrir dómstólana á næstu vikum.  Ekki veitir af að fara að byrja og ekki má hætta á að einhver mál fyrnist.


mbl.is Skýrslur vegna rannsóknar á Q Iceland Finance ekki afhentar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Skúrkarnir virðast samt eiga Hauk í horni sem Jón Steinar er.

Guðmundur Pétursson, 21.9.2009 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband