Icesaveglýja í augum Guernseyinga

Nú hefur eitthvert æði gripið viðskiptavini Landsbankans á Guernsey, því nú hóta þeir að fara í mál við Íslenska ríkið og krefjast sömu afgreiðslu af hálfu Íslendinga og Bretar og Hollendingar fengu.

Guernsey er undir stjórn Breta og því óskiljanlegt, að þeir skuli ekki snúa sér beint til höfðingjanna í London, sem sjálfsgt væru meira en tilbúnir til þess að aðstoða þá, við að leggja frekara helsi á þræla sína á Íslandi, en að vísu yrðu Guernseyingar að bíða í svona 15 ár á meðan þrælkunarvinnunni stendur fyrir Hollendinga og Breta, enda urðu þeir fyrri til, með efnahagsstyrjöld sína gegn Íslandi.

Líklegt verður þó, að telja, að Guernseyingar hafi lítið upp úr herför gegn Íslendingum, því eftir því sem best er vitað, var Landsbankinn á Guernsey ekki útibú frá Reykjavík, heldur sjálfstæður banki og því alls ekki íslenskur banki.

Dálítið furðulegt er að skiptastjórar bankans, virt endurskoðunarfyrirtæki, Deloitte, skuli ekki gera greinarmun á íslensku útibúi og sjálfstæðum banka á Guernsey. 

Líklega er skýringin sú, að því lengur, sem þeir þvæla málin, því hærri greiðslur munu þeir fá fyrir ómak sitt.


mbl.is Hóta að höfða mál gegn íslenska ríkinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Ef það er rétt að þetta hafi verið dótturfélag en ekki útibú frá íslenska móðurfélaginu, þá hlýtur varnarþing þess að vera á Guernsey. Ef svo er þá hafa íslenskir dómstólar enga lögsögu í málinu og hljóta að vísa málinu frá. Þessir kröfuhafar gætu þá reynt að höfða mál fyrir dómstólum á Guernsey, en sá dómstóll hefur aðeins lögsögu yfir dótturfélaginu á Guernsey en ekki yfir Landsbanka Íslands. Í því tilviki væri það okkur mjög svo í hag að Ísland skuli vera fullvalda ríki en ekki útnárahreppur í evrópsku stórríki.

Guðmundur Ásgeirsson, 17.9.2009 kl. 01:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband