Loksins alvöru skiptastjóri

Nú lítur út fyrir, flestum að óvörum, að skiptastjóri í einu þrotabúa útrásarvíkinganna, ætli að standa í stykkinu og taka hlutverk sitt alvarlega. Þetta er bústjóri í þrotabúi Baugs, en hann virðist ætla að rifta helstu falsgerningum Jóns Ásgeirs í aðdraganda hrunsins í fyrrahaust.

Hann ætlar að fá rift ýmsum eigntilfærslum úr þrotabúinu, svo sem "sölu" á skíðahöll  í Frakklandi, lúxusíbúðum í New York og London og ekki síst gerfisölunni á Högum, sem rekur Hagkaup, Bónus 10-11, Debenhams og fleiri og fleiri verslanir.  

Þetta eru stórtíðindi og ef þetta gengur eftir, er þetta fyrsta vísbendingin um að réttlætið nái fram að ganga í uppgjörum við útrásarmógúlana.

Vonandi koma einhverjar jákvæðar fréttir fljótlega frá Sérstökum saksóknara.

 


mbl.is Samningi um sölu Haga rift
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband