Eðlileg afgreiðsla

Afstaða kröfuhafa Milestone er afar skiljanleg og jafn sjálfsagt er að óska eftir gjaldþroti félagsins og reyna allar þær riftanir á eignatilfærslum frá félaginu á undanförnum árum.  Miðað við annað, sem komið hefur í ljós af gerðum eigenda Milestone, t.d. varðandi bótasjóð Sjóvár, þá er nauðsynlegt að fara ofan í allar gjörðir þeirra á liðnum mánuðum og árum.

Hins vega er óskiljanlegt, að Glitnir skuli hafa stutt nauðasamning, þar sem bankinn átti að fá 6% upp í 44 milljarða skuld félagsins við bankann.  Ekki er hægt að sjá í fljótu bragði hvaða hag bankinn hefði haft af slíkum nauðasamningi, því væntanlega hefði hann komið í veg fyrir nákvæma rannsókn á eignatilfærslunum út úr félaginu að undanförnu.

Ekki er heldur auðskilið hvaða tökum bankarnir hafa tekið aðra útrásarvíkinga, sem virðast ennþá hafa bankana í vasanum, þótt þeir séu nú komnir í ríkiseigu, eins og reyndar mörg útrásarfyrirtækjanna.  Þrátt fyrir að bankarnir hafi tekið fyrirtæki útrásarmógúlanna í fóstur, er ekki þar með sagt, að þeir þurfi líka að fóstra mógúlana sjálfa og vernda þá, eins og um eigin börn væri að ræða.

Vegir bankanna eru órannsakanlegir og óskiljanlegir öllu venjulegu fólki, sem alls staðar kemur að lokuðum dyrum með sín mál.


mbl.is Höfnuðu nauðasamningi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Já þetta er viðbjóðslegt

Árni Karl Ellertsson (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 19:55

2 Smámynd: Predikarinn  -  Cacoethes scribendi

Maður hefur samt áhyggjur þar sem annar Wernersbróðirinn, Karl ef ég man rétt, mun hafa verið sambýkismaður Birnu „úps skulda ég þá ekki milljarða af því enginn ýtti á enter ?“ Íslandsbankastjóra.

Predikarinn - Cacoethes scribendi , 14.9.2009 kl. 20:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband