Stuðningur við börn í Jemen

Í Jemen er mikil almenn fátækt og landið harðbýlt og þar er ekki mikið um ræktanlegt land, þó ótrúlegt sé í raun og veru hvernig landsmönnum þó tekst til í þeim efnum, þar sem landið er að stórum hluta eyðimerkur og fjalllendi.

Þrátt fyrir harðbýlið og fátæktina er fólkið brosmilt og elskulegt og lítil hætta á ferðum fyrir útlendinga sem ferðast til landsins.  Ferðaiðnaður er þó ekki sérstaklega þróaður, enda landið tiltölulega úr alfaraleið og Jemen fátækasta arabaríkið.

Jóhanna Kristjónsdóttir hefur frá árinu 2004 staðið fyrir stuðningi við menntun jemenskra barna, aðallega stúlkna, enda situr menntun þeirra á hakanum, ef sonur er í fjölskyldu og ekki efni til að senda öll börn í skóla.  Jemenskar fjölskyldur eru oft barnmargar, en mjög algengt er að ekki séu efni til að senda börnin í skóla og yfirleitt eru drengirnir látnir ganga fyrir menntun.

Stuðnigsnet Jóhönnu við menntun barna í Jemen skiptir sjálfsagt ekki sköpum um menntunarstig landsins, en það skiptir sköpum um framtíð þeirra barna, aðallega stúlkna, sem aðstoðarinnar njóta og myndu þau alls ekki fá neina menntun, ef þessa stuðnings nyti ekki við.

Allar upplýsingar um félagsskap Jóhönnu má fá hérna


mbl.is 12 ára lést við fæðingu barns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband