Kolvitlaus fyrirsögn

Fyrirsögnin á þessari frétt er alveg arfavitlaus, þar sem Eva Joly var hreint ekki að lýsa íslenska bankahruninu við svikamyllu Bernards Madoffs í Bandaríkjunum, en fyrir sinn þjófnað fékk hann 150 ára fangelsisdóm.

Það sem Joly sagði, var að það sem væri líkt með þessum málum, væri að eftirlitsstofnanir hefðu brugðist í báðum löndunum, sem sagt Fjármálaeftirlitin hérlendis og í Bandaríkjunum.  Hún sagði jafnframt að Seðlabankinn hefði verið búinn að vara við því, þegar á árinu 2007 að hann gæti ekki komið bönkunum til aðstoðar ef illa færi, en Fjármálaeftirlitið og stjórnvöld hefðu ekki brugðist við þeim aðvörunum.  Sama gerðist í máli Maddoffs, því eftirlitsstofnanir þar brugðust ekki við vísbendingum um svikamyllu hans.

Starfsemi íslensku banka- og útrásarmógúlanna var nógu glæfraleg, að ekki sé sagt glæpsamleg, þó ekki sé þeirri starfsemi beinlínis líkt við svikamyllu Maddoffs, sem var af allt öðrum toga.

Það hlýtur að vera lágmarkskrafa, að mbl.is og aðrir fjölmiðlar, fari rétt með það sem viðmælendur þeirra segja og rangtúlki ekki viljandi, það sem þeir endurprenta úr öðrum fjölmiðlum.


mbl.is Bankahrun líkist máli Madoffs
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er algert rothögg fyrir Hörð Torfa, samfylkinguna, vg og alla þá sem hafa þá viljað kenna Seðlabankanum um allt sem úrskeiðis fór!!!!!

Ef seðlabankinn kom sínum áhyggjum fram við þá aðila sem fóru með eftirlit með bönkum og höfðu einhver ráð til að stöðva þetta, en ekkert var að gert, er þá ekki búið að veita seðlabankanum og þar með Davíð Oddssyni uppreisn æru?

Þetta eru stórtíðindi.

Hörður Torfa. og gengið sem hafði þá rangt fyrir sér með Seðlabankann þarf að undirbúa afskökun á að hafa haft svona kyrfilega rangt við.

joi (IP-tala skráð) 13.9.2009 kl. 17:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband