1.9.2009 | 10:10
Hegðun sumra Íslendinga ekki sæmandi
Síðustu daga hefur hver greinin eftir aðra birst í erlendum fjölmiðlum til varnar málstað Íslands í Icesave deilunni við Breta og Hollendinga. Nánast allar eru þessar greinar skrifaðar af erlendum fræðimönnum og blaðamönnum viðskiptablaða og eru skrifaðar til stuðnings íslenskum málstað og á móti fáráðlegum þvingunum Breta og Hollendinga gegn smáþjóð. Allir eru þessir erlendu aðilar sammála um það, að kröfur Breta og Hollendinga séu, vægast sagt, byggðar á veikum grunni og að greiðsluskylda Íslands sé algerlega ósönnuð.
Clemens Bomsdorf, fréttaritari þýska blaðsins Die Zeit á Norðurlöndum, segir í grein sinni í blaðinu, m.a: "Ísland hafi skort hæfni, tíma og kraft í samningaviðræðum um lánin og það sé enn óljóst hvort ríkjum á borð við Ísland séu í raun skylt að ábyrgjast tapaðan sparnað. Evrópureglur á þessu sviði hafi ekki verið samdar fyrir sérstök tilfelli eins og það íslenska." Glöggt er gests augað, segir máltækið og hefði verið betur, að Steingrímur J. hefði verið nógu skynsamur til þess að setja alvöru samninganefnd í málið, en ekki lærimeistara sinn í vinstri fræðum, Svavar Gestsson, sem klúðraði málum svo, að þjóðin er nú nánast seld í þrældóm til áratuga.
Það er íslenskum hagsmunum til stórtjóns, að sumir Íslendingar skuli tala máli kúgunarþjóðanna og í raun styðja þeirra málstað, gegn sinni eigin þjóð og framtíð hennar.
Lokaorð Bomsdorfs eru hér tekin upp sem ráðlegging til ríkisstjórnarinnar: " Bretar, Hollendingar og Íslendingar ættu að setjast að samningaborðinu að nýju og gera nýja lánasamninga frá grunni."
Hegðun Breta og Hollendinga ekki sæmandi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Höfundur
Áhugamaður um lífið og tilveruna.
Athugasemdir og umræður eru öllum opnar á síðunni, en þess vænst að þær séu hófstilltar og án mikilla stóryrða.
Ruddalegar athugasemdir, sem innihalda lítið sem ekkert annað en skítkast og/eða persónulegar svívirðingar um menn og málefni verða fjarlægðar af þessari síðu, jafnóðum og þær uppgötvast.
Eldri færslur
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
Færsluflokkar
Tenglar
Mínir tenglar
Bloggvinir
- malacai
- andres
- annabjorghjartardottir
- attilla
- skagstrendingur
- baldvinj
- benediktae
- beggo3
- h2o
- bbg
- bjarnimax
- bookiceland
- siggibragi
- brandarar
- deiglan
- gagnrynandi
- doggpals
- ekg
- elfur
- eeelle
- ellamagg
- elismar
- evaice
- ea
- fannarh
- lillo
- vidhorf
- gerdurpalma112
- gunnargunn
- tilveran-i-esb
- gthg
- gun
- gudbjorng
- zumann
- gudjul
- gp
- hreinn23
- brekkukotsannall
- gustaf
- hallarut
- morgunblogg
- hannesgi
- miniar
- maeglika
- heimssyn
- aanana
- hildurhelgas
- himmalingur
- minos
- atvinnulaus
- daliaa
- ingvarvalgeirs
- jakobk
- fun
- jennystefania
- jonsullenberger
- dondi
- jonsnae
- jonvalurjensson
- jonarni
- jonoskarss
- jorunnfrimannsdottir
- kaffistofuumraedan
- krist
- kristinn-karl
- krissiblo
- kristjan9
- altice
- sleggjudomarinn
- elvira
- mathieu
- morgunbladid
- ninasaem
- pallru
- pallvil
- palmij
- iceland
- ragnar73
- rannsoknarskyrslan
- redlion
- seinars
- fullvalda
- logos
- sigrunzanz
- sigurduringi
- sigurdurkari
- siggisig
- sisi
- siggifrikk
- stebbifr
- stjornuskodun
- stormsker
- saevargudbjornsson
- athena
- susannasvava
- tibsen
- ubk
- vala
- val
- vestarr
- postdoc
- gummih
- asdisran
- thjodarsalin
- mullis
- sumri
- t24
- omarragnarsson
- umbiroy
- thjodarheidur
- thorhallurheimisson
- flinston
- diva73
- thjodarskutan
- lifsrettur
- samstada-thjodar
- fullveldi
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 14
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 10
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Líklega voru mikil og afdrifarík mistök að velja ekki góðan lögfræðing í þessa samninganefnd við Breta. Atli Gíslason hefði verið sennilega einna hæfastur að mörgum öðrum góðum lögspekingum ólöstuðum.
Atli er varkár, glöggur og vökull yfir hverju smáatriði sem seinna kann að reynast miklir hnökrar. En líklegt er að ekki hefði samningaferlið verið eins stutt og raunin varð. Þar var greinilega lagt mest upp úr að ná sem fyrst samningum þó svo að þeir væru að einhverju leyti gallaðir.
Einn helsti galli þessa samnings er að ef ágreiningur kemur upp, verði slíkur ágreiningur borinn upp fyrir enskum dómstóli en hvorki íslenskum, alþjóðlegum eða að skipaður verði sérstakur gerðadómur eins og venja er til. Þetta hefði Atli strax gert athugasemd við og jafnvel leitt til ágreinings um diplómatíska lausn.
Hins vegar með þeim fyrirvörum sem hafa verið samþykktir, er samkomulagið eitthvað skárra. Aðalatriðið er að endurreisa þarfefnahagslífið á Íslandi sem beðið hefur gríuðarlegt tjón af þessum glundroða sem fylgir bankahruninu þegar bönkunum var breytt í ræningjabæli.
Mosi
Guðjón Sigþór Jensson, 1.9.2009 kl. 10:29
Guðjón: Stjórnmála menn byrja gjarnan að tala um að „aðalatriðið“ sé hitt og þetta þegar þeir eru rökþrota varðandi það atriði sem verið er að ræða og vilja beina umræðunni annað. Síðasta setningin þín minnti mig á slíkt þótt ég ætli þér ekki að hafa sagt þetta í sama tilgangi og stjórnmálamenn. Aðalatriðið varðandi Icesace, sem við erum að ræða hér, er hvort að íslenska ríkið taki á sig þessar óþörfu skuldbindingar eða ekki.
Oddgeir Einarsson, 1.9.2009 kl. 11:14
Er ekki Bomsdorf að segja það, að íslendingar geta ekki stjórnað sér sjálfir, það er að segja vantar andlega getu og vit. Ég er á því.
Icesave klúðrið er besta sönnunin á því.
V. Jóhannsson (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 13:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.