31.8.2009 | 17:25
Forsetinn brúi dal milli þings og þjóðar
Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, sendi frá sér yfirlýsingu í tólf liðum, sem endaði svo:
"10. Það verður best gert með því að þjóðin fái í hendur þann rétt sem henni er veittur í stjórnarskrá lýðveldisins og meti lagafrumvarpið í þjóðaratkvæðagreiðslu.
11. Ég hef því ákveðið í samræmi við 26. grein stjórnarskrárinnar að staðfesta ekki lagafrumvarp um breytingu á útvarpslögum og samkeppnislögum og vísa því á þann hátt í dóm þjóðarinnar. Samkvæmt stjórnarskránni skal sú þjóðaratkvæðagreiðsla fara fram svo fljótt sem kostur er."
12. Í ákvörðun minni felst hvorki gagnrýni á Alþingi né á ríkisstjórn og ekki heldur efnisleg afstaða til laganna sjálfra. Eingöngu sú niðurstaða að farsælast sé fyrir okkur Íslendinga að þjóðin fái tækifæri til að kveða upp sinn dóm. Við búum að stjórnskipan, þar sem forseti Íslands og aðrir kjörnir fulltrúar sækja vald sitt og umboð til hennar. Þjóðin hefur samkvæmt stjórnarskránni síðasta orðið."
Við fyrstu sýn, gæti þetta verið yfirlýsing vegna laganna um ríkisábyrgð á Icesaveskuldum Landsbankans, en svo er ekki, því þessi einstaka ákvörðun hans er frá 2. júní 2004 og var gefin út í tilefni af samþykkt fjölmiðlalaga, og má sjá ritsmíðina í heild sinni, hérna
Miðað við ríkisábyrgðina, nýsamþykktu, vegna skulda Landsbankans, voru fjölmiðlalögin smámál, en vegna vináttu sinnar við Bónusveldið, framkvæmdi Ólafur Ragnar þann einstaka gjörning, að neita lögum frá Alþingi staðfestingar. Hafi honum fundist að gjá væri milli þings og þjóðar í því smámáli, hlýtur hann að meta það svo, að heill dalur sé til að brúa milli þings og þjóðar nú.
Ólafur Ragnar getur notað textann frá 2004 lítið breyttan, við höfnun sína vegna ríkisábyrgðarinnar.
Hvattur til að synja Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Já það er sko sannarlega kominn tími til að sá maður vinni fyrir sínum launum og gefi okkur til baka snefil af ærunni sem við höfum verið rænd af örfáum aumingjum.
Sigurður Hjálmarsson (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 17:42
Það getur ekki annað verið að maðurinn synji staðfestingu laganna og setji málið í þjóðaratkvæðagreiðslu. Ef hann gerir það ekki, þá sýnir hann þjóðinni að hann styður frekar spillingaröflin en þjóðina.
Geir (IP-tala skráð) 31.8.2009 kl. 17:50
Geir...af hverju... 260000 kjósendur skrifuðu ekki undir þessa áskorun... hvað er þetta stórt hlutfall kjósenda ? 9000 stykki. ?
Jón Ingi Cæsarsson, 31.8.2009 kl. 23:22
Skorrdal... ég veit þó það sem þú ekki veist... það er ekki lýðræði þegar minnihluti kúgar meirihluta...
Jón Ingi Cæsarsson, 1.9.2009 kl. 00:24
Þú ert kolklikkaður kommúnisti jón ingi.
Geir (IP-tala skráð) 1.9.2009 kl. 18:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.