Auðvitað á ríkið ekki að kaupa

Erlent traust á efnahagslífi Íslands er nánast ekkert um þessar mundir og allt kapp þarf að leggja á það, á næstunni, að efla það og styrkja, ef nokkur möguleiki á að vera til þess að fá erlenda aðila til að lána fé til landsins á næstunni, hvað þá til að leggja fram fé til fjárfestinga.

Fjárfestingabanki Evrópu og Fjárfestingabanki norðurlandanna, sem Ísland er aðili að, hafa báðir lýst því yfir að þeir muni ekki lána nokkra einustu krónu til fjárfestinga á Íslandi á næstunni og allir stærstu bankar og fjárfestingasjóðir veraldar eru að undirbúa málaferli gegn ríkissjóði og gömlu bönkunum, í tilraun til að ná meiru til baka af eldri lánum sínum til landsins.

Því ber að fagna hverri einustu erlendu fjárfestingu sem býðst til uppbyggingar íslenskra fyrirtækja, í hvaða grein sem er.

Ríkið hefur enga peninga til að ganga inn í slíkar fjárfestingar og á að greiða fyrir þeim, en ekki að flækjast fyrir, eins og dæmið um heilsutengdu ferðaþjóustuna á suðurnesjum er dæmi um.

Á meðan ríkið sker niður allar opinberar framkvædir og stendur í blóðugum niðurskurði ríkisútgjalda, á það ekki að tefja og spilla fyrir einkaframkvæmdum. 


mbl.is Vill fund með fjármálaráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

evrópubankinn og fleiri evróputengdir aðilar eru bara að reyna að troða(hræða) okkur inn í esb! Rosalega er fólk hrætt við þessa aðila!

Geir (IP-tala skráð) 19.8.2009 kl. 16:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband