Ímynd ríkisstjórnarinnar stórsködduð

Fjármála- og viðskiptaráðherra tala um að vörumerkið Ísland sé stórskaddað og fyrirtæki í alþjóðlegum viðskiptum hafi liðið fyrir þetta skaddaða orðspor.  Ekki er nóg með að erlendir aðilar hafi ekkert traust á íslensku viðskiptalífi og íslenskum viðskiptamönnum almennt, því Íslendingar sjálfir bera ekkert traust til þessara aðila, hvað þá bankanna og alls sem þeim tengist.

Fyrst af öllu þarf að vinna að því að endurvinna traustið innanlands, en það verður ekki gert fyrr en búið verður að gera upp banka- og útrásarsvindlið og þeir sem fyrir því stóðu, verða látnir gangast við ábyrgð sinni gegnum dómstólana.  Það mun hins vegar taka langan tíma, en vonandi skýrast mál nokkuð, þegar skýrsla Rannsóknarnefndar Alþingis verður birt, þann 1. nóvember n.k.

Í millitíðinni þyrfti ríkisstjórnin að vinna sjálfri sér eitthvert traust, en því hefur hún algerlega glatað í sumar, með úlfúð og illindum innan og milli stjórnarflokkanna í ESB og Icesave málum.  Ekki jókst traustið við yfirlýsingar félagsmálaráðherra um að ekkert ætti að aðhafast í skuldamálum heimilannna og ekki batnar ástandið núna, þegar Lilja Mósesdóttir byrjar að stunda sína stjórnarandstöðu á ný, með yfirboðum í þeim efnum.

Engir stjórnmálamenn hafa fallið jafn hratt af stalli sínum og Steingrímur J. og Jóhanna, sem hingað til hefur verið einn vinsælasti stjórnmálamaður þjóðarinnar, en er nú orðin að athlægi hennar.


mbl.is Vörumerkið Ísland stórskaddað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband