Engu gleymt og ekkert lært

Ef samþykkt verður að halda áfram rekstri Straums á meðan verið er að innheimta útistandandi kröfur hans, vilja starfsmenn fá árangurstengdar launagreiðslur fyrir að sinna þeirri innheimtu í vinnutíma sínum.  Líklega hafa þessir sömu starfsmenn fengið bónusa, þegar þeir gengu frá þessum sömu lánasamningum á sínum tíma, en í bönkunum fengu menn því hærri bónusa, sem þeir gátu komið á hærri lánasamningum.  Því er auðvitað tær snilld að fá bónus aftur fyrir að rukka inn lánasamningana.

Samkvæmt fréttinni hefur þó einhver starfsmaður kröfuhafa Straums efasemdir út af þessu, því fréttinni lýkur á þessum orðum:  "Nafnlaust tölvupóstur hefur verið sendur á fjölmiðla í dag þar sem fram kemur að stjórnendur Straums leggi til að þeir fái milljarða í bónusgreiðslur og enn meira ef vel gengur. Mbl.is hefur ekki fengið þessar tölur staðfestar. Bréfritari segist vinna fyrir kröfuhafa Straums."

Stjórnendurnir virðast vilja fá milljarða í bónusgreiðslur, þó ekkert gangi að innheimta kröfurnar, því samkvæmt tölvupóstinum vilja þeir fá enn meira, ef vel gegnur.

Greinilega hafa bankamógúlar engu gleymt og ekkert lært.


mbl.is Bónusgreiðslur til Straumsmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Benedikta E

Er þetta "leka" póstur ? útrásin er örupplega víðar á fluginu.

Benedikta E, 18.8.2009 kl. 15:27

2 Smámynd: Finnur Bárðarson

Þá er þetta kímnigáfa sem við sauðsvartir bara skiljum ekki. Maður er farinn að spyrja sig hvort maður er staddur í einhverjum sýndarveruleika.

Finnur Bárðarson, 19.8.2009 kl. 17:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband