Fordæmi fyrir önnur fátæk ríki

Silja Bára Ómarsdóttir, alþjóðastjórnmálafræðingur og stuðningsmaður ríkissjórnarinnar, túlkar fyrirvarana sem Fjárlaganefnd Alþingis gerði við þrælasamninginn við Breta og Hollendinga, um Icesave skuldir Landsbankans, sem gagntilboð til nýlenduherranna, en hún segir í fréttinni:  "Málinu sé ekki lokið. Hún segir að fátæk ríki muni horfa til Íslands náist fyrirvararnir í gegn."

Einnig segir Silja Bára í fréttinni:  "Silja Bára segir ljóst að nú taki við samningaviðræður við Breta og Hollendina hvort sem þær verði formlegar eða óformlegar. Það sé ekki hægt að senda tilboð án þess að ræða við kóng eða prest."  Forsætis- og fjármálaráðherra segja að engar viðræður þurfi að fara fram vegna þess að fyrirvararnir "rúmist innan samningsins".  Ef fyrirvararnir breyta engu um samningsniðurstöðuna, til hvers var þá rætt og skrafað um þá í nefndinni í tvo mánuði.  Það væri örugglega mettími, sem hefði farið í að samþykkja ekki neitt.

Það er reyndar alvarlegt mál, að þeir sem stóðu að því að samþykkja fyrirvarana, túlka þá algerlega á sitt hvorn veginn.  Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn túlka þá eins og Silja Bára, en stjórnarþingmenn láta eins og þetta séu eingöngu sýndarfyrirvarar.  Fróðlegt verður að fylgjast með viðbrögðum nýlenduherranna í Bretlandi og Hollandi.

Fræðimaðurinn túlkar þetta sem fordæmi fyrir önnur fátæk ríki, en ríkisstjórnin virðist ekki gera sér grein fyrir því, að Ísland er komið í flokk með fátækustu ríkjum, að mati lánastofnana erlendis og þær lýsa því yfir hver um aðra þvera, að þær vilji ekki koma nálægt fjárfestingum á Íslandi, til langrar framtíðar.

Íslendingar verða að fara að gera sér grein fyrir stöðu sinni í veröldinni.


mbl.is Gott fordæmi fyrir fátæk ríki
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Glöggur bloggari kom auga á orðið "ÖNNUR" en kanski er það bara hárrétt

Finnur Bárðarson, 17.8.2009 kl. 16:25

2 identicon

Já , alltaf erum við í fararbroddi við íslendingar.

Og öll hin ríkin fara að dæmi okkar.

Við erum að skapa fordæmi sem allir eiga eftir að tileinka sér.....Halló.....

Eru engin takmörk fyrir viitleysunni sem kemur út úr íslendingum.

Ekki var forsætisráðherrann nema rétt búinn að kyngja sinni magnþrungnu ræðu á

Hólum, með allri þeirri dómadagsvitleysu sem maður hefur hlustað á lengi.

Þá kemur einhver sem titlar sig alþjóðastjórnmálafræðingur, (hvað námið inniheldur

getur ekki verið merkilegt) það sýnir þessi skoðun fræðingsins.  Hún á mikið eftir að 

læra þessi kona.

J.þ.A (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 16:33

3 identicon

Vid neitum ad borga....alveg eins og Argentína neitadi ad borga.  Thad er greinilegt ad thingmenn hafa ekki umbod thjódarinnar til thess ad samthykkja thraelasamninginn.  Thad er sama hvad skrifad verdur undir vid neitum einfaldlega ad borga.  Their sem skrifa undir eru ekki í umbodi thjódarinnar.  Vid munum aldrei standa vid samninga sem undirritadir eru af svikurum.

Allir aettu ad hlusta á thetta:

http://www.youtube.com/watch?v=iLYhMonxNDI&feature=related

Í USA segja their ekki ananas....their segja anananas (IP-tala skráð) 17.8.2009 kl. 16:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband