Sönnun fyrir handrukkun AGS?

Nú ætlar Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn að úthluta 250 milljörðum dollara til aðildarþjóða sjóðsins, eða eins og segir í fréttinni:  "Stjórnarmenn samþykktu að úthluta til 186 aðildarlanda sjóðsins í þeim tilgangi að veita fjármagni í efnahagskerfið á heimsvísu með að styðja við gjaldeyrisvarasjóði ríkjanna. Var samþykkt að veita SDR að jafngildi 250 milljarða dala og er það lang stærsta SDR úthlutun í sextíu ára sögu sjóðsins."

Tilgangur þessa er, samkvæmt fréttinni:  "Var haft eftir talsmönnum AGS að hin almenna SDR úthlutun sýni í hnotskurn viðbrögð á mörgum stigum við hinni alþjóðlegu krísu, með því að meðlimum sjóðsins sé boðinn mikilvægur stuðningur á þessum erfiðu tímum."

Lánið sem AGS ætlar í aðstoð við Íslendinga er einungis eins og smávægileg skiptimynt, miðað við þessar upphæðir, en samt neitar sjóðurinn að afgreiða þessa smáaura, í alþjóðlegu samhengi, til Íslands, vegna Icesave skulda Landsbankans.

Það þarf ekki frekari vitnanna við.

Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stundar handrukkun.


mbl.is Stærsta úthlutun í sögu AGS
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband