Straumur stórviðskiptanna

Ef minnið svíkur ekki var verið að lýsa kröfum í þrotabú Straums fyrir nokkru og kom þá m.a. fram að fyrrverandi forstjóri hefði gert nokkur hundruð milljóna launakröfu í búið, þó enginn, sem ekki hefur verið bankatoppur, skilji slíkar launaupphæðir.

Nú birtist frétt af því að þrotabú Straums sé að kaupa eignir annars þrotabús fyrir 97 milljarða króna, þ.e danskar fasteignir Baugsfyrirtækisins Landic Property.  Í fréttinni kemur m.a. fram að: "Enn á eftir að ganga frá flutningi skulda  og skuldbindinga milli banka, samkvæmt heimildum Børsen. Á Straumur í viðræðum við þýska bankann Aareal Bank,  Heleba Trust, og danska fjármálafyrirtækið Nykredit Realkredit um skuldirnar og skuldbindingarnar."

Eina rökrétta skýringin á þessu er sú, að Landic Property hafi skuldað öllum þessum bönkum vegna fasteignanna og Straumur hafi setið uppi með stærstu skuldirnar og því snúist samningarnir við hina bankana um, hvað mikið þeir þurfi að afskrifa af sínum skuldum, áður en þær verða færðar yfir í þrotabú Straums.  Þessar eignir, eins og aðrar "eignir" útrásarmógúlanna, hafa verið fjármagnaðar með lánum, enda "keyptu" þeir aldrei neitt nema fyrir lánsfé, hvort sem um var að ræða fyrirtæki, lúxusíbúðir, skíðahallir, þotur eða snekkjur.

Með því að tæma íslensku bankana, sem nam 10-12 faldri landsframleiðslu, að viðbættum stjarnfræðilegum lánum frá helstu bönkum Evrópu, töldu þessir útrásarmógúlar að þeir sjálfir væru snjöllustu viðskiptamenn veraldar og þó víðar væri leitað.

Það versta er, að þeir trúa því ennþá eins og nýju neti.


mbl.is Illum og Magasin til Straums
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband