Allt á suðupunkti í stjórnarsamstarfinu

Eftir að Jón Bjarnason, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra, og fleiri þingmenn VG, greiddu atkvæði gegn því, að sótt yrði um aðild að ESB, hefur mikil spenna verið ríkjandi milli stjórnarflokkanna og Samfylkingarmenn vilja helst, að Jóni verði vikið úr ríkisstjórninni.

Eftir að aðildarumsóknin var samþykkt og Icesave tók sviðið, hefur misklíðin innan stjórnarflokkanna og milli þeirra, sífellt komið skýrar í ljós, með hverjum degingum sem líður.  Óánægjan innan VG magnast stöðugt og er nú svo komið að Steingrímur J. og Ögmundur geta ekki talast við lengur, öðruvísi en á fundum með málamiðlununarmönnum, sem reyna að brúa ágreining þeirra.

Það hlýtur að teljast mikil bjartsýni hjá Ögmundi, að ríkisstjórnin myndi geta starfað áfram í óbreyttri mynd, ef svo færi að hans atkvæði felldi ríkisábyrgðina á Alþingi.  Ríkisstjórnin yrði algerlega lömuð og óstarfhæf, enda myndi ríkisstjórn sem kæmi engu stórmáli í gegnum þingið, missa allt traust og samstarfið innan og milli stjórnarflokkanna yrði gersamlega í rúst.

Hvernig sem fer með Ögmund og ríkisábyrgðina, þá verður þessi ríkisstjórn varla langlíf úr þessu.

Að minnsta kosti munu Steingrímur J. og Ögmundur ekki verða báðir innanborðs, ef tækist að endurlífga stjórnarsamstarfið.


mbl.is Stjórnarsamstarf undir Ögmundi komið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband