Hraði snigilsins

Opinberar stofnanir vinna að málum á hraða snigilsins og á það ekki síður við dómskerfið, en aðrar opinberar stofnanir.  Embætti Sérstaks saksóknara tók til starfa þann 1. febrúar s.l. og þurfti síðan að bíða í nokkrar vikur eftir að fyrstu mál til rannsóknar kæmu frá Fjármálaeftirlitinu.  Þá kom í ljós, að breyta þurfti lögum, vegna þess að Fjármálaeftirlitið taldi sig ekki hafa heimild til að afhenda saksóknaranum ýmsar upplýsingar, vegna bankaleyndar.

Úr því var bætt, en þá kom í ljós, að saksóknarann skorti bæði meira fé og fleiri starfsmenn og er loksins núna verið að auglýsa eftir fleiri saksóknurum til starfa við embættið.  Þannig má segja, að það hafi tekið rúma tíu mánuði, að móta og hefja raunverulega starfsemi embættis hins sérstaka saksóknara.

Því hefur alltaf verið haldið fram á þessu bloggi, að ákærur yrðu ekki gefnar út, fyrr en að nokkrum árum liðnum, vegna stærstu málanna, sem tengjast banka- og útrásarmógúlunum.  Baugsmálið fyrsta ætti að sýna vel fram á, hve erfitt er að ná sakfellingu fyrir dómi, jafnvel í málum, sem talin eru borðleggjandi, þegar sakborningar hafa allar helstu lögfræði- og endurskoðendaskrifstofur landsins í sínu liði og peningar til að skapa sakborningum samúð, eru ómældir.

Réttarkerfi annarra landa er lítið hraðvirkara, en það íslenska, þannig að ekki er að búast við neinum alvöru ákærum í þessum málum á næstunni, enda hvílir Baugsmálið fyrsta eins og mara á réttarkerfinu.

Nú verður hins vegar tæplega hægt að kaupa almenningsálitið, sama hve miklum peningum yrði varið til þess.


mbl.is Samskiptin að skýrast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband