Gaumur ekki gefinn

Það er vert að gefa því gaum, að verslanir sem Gaumur (áður Baugur) rekur og taka, í flestum tilfellum, inn vörur sínar í gegnum sama vörulager eru með svo mikinn verðmismun, að með ólíkindum er.  Reyndar er skiljanlegt að 10-11 sé dýrust, enda opin allan sólarhringinn og með takmarkað vöruúrval, en að Hagkaup skuli oftast vera með hæsta verðið og Bónus það lægsta, er athyglisverðara.  Hagkaup er farið að hafa tvær stórar verslanir opnar allan sólarhringinn, þ.e. í Skeifunni og í Garðabæ og nú er sá aukakostnaður greinilega kominn inn í vöruverðið.  Óskiljanlegt er reyndar, hvernig hægt er að halda öllum þessum verslunum opnum daga og nætur, árið um kring, því varla geta nátthrafnarnir verslað svo mikið, að allar þessar verslanir standi undir viðbótaropnuninni.

Eins og venjulega er Bónus örlítið lægri í verðkönnuninni en Krónan, enda er nánast fastur starfsmaður frá Bónusi við verðkannanir í Krónunni, a.m.k. versluninni á Bíldshöfðanum.  Síðan er verðinu í Bónusi stillt af, einni krónu lægra en í Krónunni, eða í sumum tilfellum nokkrum krónum neðar og þannig er alltaf hægt að koma best út úr svona könnunum.

Þessi verðlagningartækni gengur algerlega upp, því almenningur trúir því ennþá, að Bónus sé alltaf lægstur, vegna snilldar í innkaupum og verðlagningu.  Staðreyndin er auðvitað sú, að Bónus gefur engum neitt og Hagkaup náttúrlega ennþá síður.

Á meðan þessu er ekki gefinn gaumur, malar Gaumur gull.


mbl.is Mikill verðmunur á grænmeti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband