Jón Ásgeir sigar - skilanefndin geltir

Örfáum klukkustundum eftir að Mogginn var borinn í hús, með frétt um yfirveðsetningu húsnæðis 101 Hótels við Hverfisgötu, sendir formaður skilanefndar Landsbankans frá sér yfirlýsingu, um að enginn ágreiningur sé við Jón Ásgeir og frú, vegna skuldbindinga þeirra við bankann.  Stutt blogg um yfirverðsetninguna má sjá hér

Með ólíkindum verður að teljast, í öllu því fréttaflóði, sem verið hefur um málefni banka- og útrásarmógúla, án þess að skilanefndir hafi séð ástæðu til að senda frá sér álit um málin, þá skuli Jón Ásgeir ekki þurfa nema eitt símtal til skilanefndarinnar og þá sendir hún frá sér hraðsoðna yfirlýsingu, um að ekki sé uppi ágreiningur um skuldamál hjónanna.  Það var hvergi sagt í fréttinni, að um ágreining væri að ræða, um þessar skuldir, aðeins að tekin hefði verið aukatrygging í hótelinu vegna lúxusíbúða í New York.

Í yfirlýsingu skilanefndar segir t.d:  "Aðilar hafa á liðnum mánuðum unnið sameiginlega að því að bæta tryggingarstöðu bankans frá því sem var. Veðtaka í Hverfisgötu 8-10 var gerð í þeim tilgangi að tryggja betur endurgreiðslu á lánum þeim tengdum."  Þarna kemur fram, að tryggingastaða bankans var ekki nógu góð og hana þurfti að tryggja betur.  Um það var fréttin. 

Reyndar hnykkir formaður skilanefndarinnar á því, að tryggingar hafi ekki verið fyrir öllum skuldum, því í lok tilkynningar hans segir:  "Skilanefndin metur nú umræddar skuldbindingar traustari en áður var, sem er jákvætt skref í þá átt að hámarka verðmæti eigna bankans, kröfuhöfum til hagsbóta.“

Ekki verður þetta skilið öðruvísi en svo, að ekki sé reiknað með að allar kröfurnar innheimtist, því reynt verður að hámarka innheimturnar, kröfuhöfunum til hagsbóta.

Hvað var skilanefndin að leiðrétta? 

 


mbl.is Segja engan ágreining vera við Jón Ásgeir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Pétursson

Þetta skilanefndar pakk er gjörsamlega vanhæft og siðlaust.  Hugsar bara um að græða sem mest. 

Guðmundur Pétursson, 31.7.2009 kl. 12:21

2 identicon

Ég er ekki hissa að þeir séu í góðum samskiptum.  Það var í fréttum hér í vetur að Jón Ásgeir hefði verið ráðinn af þessari sömu stjórn til ákveðinna verkefna í London. Ætli hann sé enn á launaskrá "mannfýlan"

Ásta B (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 14:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband