Hótanir eða loforð

Þingmenn í Hollandi keppast við að gagnrýna ákvörðun utanríkisráðherra ESB landanna fyrir að samþykkja að vísa umsókn Íslands um aðild að ESB til ráðherraráðs ESB.  Hefðu þeir viljað að fulltrúi Hollands beitti neitunarvaldi til þess að koma í veg fyrir framgang umsóknarinnar.

Þarna virðast vera á ferðinni þingmenn margra flokka á Hollenska þinginu, eða eins og segir í fréttinni:  "Bæði þingmenn kristilegra demókrata og Verkamannaflokksins hafa sagt að ekki komi til greina að Ísland fái aðild að ESB nema staðið sé við Icesave-samkomulagið.

Þingmaður Verkamannaflokksins, Luuk Blom, segist hins vegar ekki mótmæla því að umsókn Íslands hafi fengið framgang, Því að lokum séu það þjóðþing aðildarríkja ESB sem ákveði hvort Ísland fái inngöngu í Evrópusambandið."

Ekki er hægt að skilja þetta öðruvísi en svo, að Hollenska þingið muni aldrei samþykkja Ísland inn í ESB, nema staðið verði við Icesave-samkomulagið, hvað svo sem það táknar.  Þýðir það að umsóknin verði ekki samþykkt fyrr en eftir fimmtán ár, þegar útséð yrði um að Ísland myndi greiða Icesave ruglið að fullu, ef ríkisábyrgðin verður þá samþykkt af Alþingi?

Það mætti taka þessa hótun sem loforð um stuðning við baráttu Íslendinga gegn ESB.

 


mbl.is Gagnrýna utanríkisráðherra ESB
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Eigum við ekki að anda með nefinu ræða málin og greiða atkvæði í þjóðaratkvæðagreiðslu 2011 eða 12. Það er lýðræðislegasta leiðin í málinu.

Pirringur núna er kjánalegur.

Jón Ingi Cæsarsson, 28.7.2009 kl. 15:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband