Hver segir satt?

Franek Rowsakowski, landsstjóri, sagði í fréttum um helgina, að AGS hefði ekki sett nein skiyrði um samþykki ríkisábyrgðar á Icesave skuldum Landsbankans, fyrir endurskoðun áætlunar AGS og ríkissjóðs, en hinsvegar hefðu norðurlöndin sett slíkt skilyrði fyrir afgreiðslu sinna lána til Íslands.

Við undirritun lánasamninga við norðurlöndin sögðu fulltrúar þeirra, að frágangur Icesaveuppgjafaskilmálans við Breta og Hollendinga væri ekki skilyrði fyrir lánveitingunum.  Lánin yrðu afgreidd í fjórum hlutum, sem fylgdu endurskoðun samstarfsáætlunarinnar.  Nú segir Rowsakowski, landsstjóri, að AGS muni ekki taka mark á undirskrifuðum lánasamningum, heldur verði AGS að sjá peningana frá norðurlöndunum, áður en AGS afgreiðir sín mál.  Þar með er allt málið farið að snúast í hringi.

Nú segir Steingrímur, fjármálajarðfræðingur, að hann hafi fengið staðfestingu Rowsakowskis á því, að ríkisstjórnin hafi staðið við allt sitt, til þess að AGS geti gengið frá málunum á mánudag.  "Þannig að það verður þá eitthvað annað en það sem stendur upp á íslensk stjórnvöld sem kæmi til með að tefja fyrirtöku málsins,“ segir Steingrímur.

Hver er að segja satt um þetta?  Er AGS kominn í einhvern sálrænan hernað fyrir Breta og Hollendinga?

Sannleikurinn hlýtur að koma í ljós í síðasta lagi þriðja ágúst n.k.


mbl.is Bagalegt ef fyrirtaka AGS tefst
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband