Lítilmannleg framkoma

Fortis banki í Belgíu beitir ólöglegum aðgerðum til þess að innheimta kröfu sína á yfirdráttarláni til Landsbankans, frá því fyrir fall hans.  Fortis tekur innborganir, sem eiga að fara til íslenskra fyrirtækja frá viðskipavinum þeirra í Evrópu og færir þær til llækkunar á skuld Landsbankans.  Þetta heitir á mannamáli þjófnaður og er auðvitað algerlega óþolandi athæfi.

Bresk og hollensk stjórnvöld beita gífurlegum þvingunum, af ótrúlegri hörku, gegn íslenskum almenningi, til greiðslu á skuldum, sem Landsbankinn stofnaði til í löndunum tveim.  Bresku og hollensku ríkisstjórnirnar eru í sterkri stöðu til að beita Íslandi efnahagslegum styrjaldaraðgerðum og gera það miskunnarlaust.  Það er afar ójafnt stríð, enda hefur Íslands nú verðið kúgað til að skrifa undir uppgjafaskilmála í formi ríkisábyrgðar á skuldum Landsbankans.

Allt er þetta af sama meiði sprottið.  Afli er beitt til að kúga þann minnimáttar.

Það hefur aldrei þótt stórmannlegt.


mbl.is Sitja á hundruðum milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband