Fá náðasamlegast að ganga í ESB

Margir virðast halda að nóg sé fyrir Íslendinga að senda einfalt bréf til ESB með beiðni um  inngöngu í sambandið og í leiðinni sé ESB sett ýmis skilyrði fyrir inngöngu Íslands, svo sem í sjávarútvegs- og landbúnaðarmálum.

Þetta er auðvitað reginfirra, því margoft hefur komið fram frá forkólfum ESB, að ekkert land fái inngöngu í sambandið, nema það uppfylli skiyrði ESB um inngönguna, enda skiljanlegt, því nýjir félagar í hvaða félagi sem er, geta ekki sett þeim félagsskap sem þeir vilja ganga í, afarkosti um breyttar reglur, sér í hag.

Þetta virðast margir hérlendis ekki hafa áttað sig á, þrátt fyrir margar ítrekanir framkvæmdastjóra ESB, stækkunarstjóra, annarra embættismanna og stjórnmálamanna innan ESB.  Utanríkisráðherra Hollands tekur af öll tvímæli í þessu efni í eftirfarandi tilvitnun:  "Verhagen segir í samtali við Trouw að það sé algjörlega nauðsynlegt að Ísland samþykki samkomulagið. Annars geti liðið langur tími þar til Ísland fái inngöngu í Evrópusambandið."   Hér er utanríkisráðherrann auðvitað að meina nauðungarsamninginn um ríkisábyrgð á hluta skulda Landsbankans.

Hvað eru íslenskir stjórnmálamenn tilbúnir til að leggjast lágt, til þess að að ganga í ESB.


mbl.is Þrýst á Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Dante

Ég veit ekki hversu lágt þingmennirnir okkar eru tilbúnir til að leggjast en  mig grunar að þingmenn Samfylkingarinnar eru, án efa, tilbúnir til að fara á hnén og galopna á sér görnina fyrir þessa ófreskju sem ESB.

Dante, 22.7.2009 kl. 11:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband